Entries by Sigmar

Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Mótið er fyrir 11 – 18 ára. Unglingalandsmót UMFÍ vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Í boði eru meira en 20 greinar, allt frá knattspyrnu og körfubolta, strandblaks, mótocross til fimleika, dorgveiði, sandkastalagerðar og kökuskreytinga. Á kvöldin eru tónleikar með landsþekktu […]

Tveir Blikar í U16 ára landsliði karla

Davíð Snorri Jónsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í Norðurlandamóti í Færeyjum 3-12. ágúst. Tveir Blikar voru valdir í hópinn en það eru þeir: Andri Fannar Baldursson Danijel Dejan Djuric Andri Fannar er fæddur árið 2002 og Danijel árið 2003. Báðir leikmenn hafa verið viðloðandi æfingahóp meistaraflokks karla. Við óskum strákunum til […]

Breiðablik vann Barcelona Summer Cup og átti besta og markahæsta leikmann mótsins

4.flokkur kvenna hélt til Salou á Spáni í lok júní mánaðar og tók þátt á Barcelona Summer Cup sem er mót haldið í stúlknaflokki fyrir 2004 stelpur. Breiðablik bar sigur úr býtum á mótinu og í mótslok var Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir valin besti leikmaður mótsins af mótshöldurum. Eyrún Vala Harðardóttir skoraði flest mörk á mótinu […]

Elías Rafn Ólafsson seldur til dönsku meistarana

Breiðablik og FC Midtjylland hafa komist að samkomulagi um að Elías Rafn gangi til liðs við síðarnefna félagið núna í júlí.  FC Midtjylland urðu danskir meistarar í annað sinn í vor. Elías Rafn byrjaði ungur að æfa knattspyrnu með Breiðablik hefur verið í félaginu frá upphafi fyrir utan einn vetur sem fjölskyldan bjó á Húsavík. Hann […]

Gunnleifur framlengir

Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Skrifað var undir samning þess efnis laugardaginn 14. júlí en þá varð Gulli 43 ára gamall. Þessi ótrúlegi markvörður hefur spilað 434 leiki með meistaraflokki, þar af 202 fyrir Breiðablik. Gunnleifur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1994 og hefur því verið að […]

Símamótið sett í 34. sinn

Símamótið var sett í 34. sinn í kvöld. Metþátttaka er á mótinu í ár en 328 lið eru skráð til leiks og munu rúmlega 2.200 stelpur keppa þessa þrjá daga sem mótið fer fram.  Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs og Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum settu mótið. Jón Jónsson kom svo keppendum og fjölskyldum þeirra […]

BLIKAR PERLUÐU 2106 ARMBÖND

Sunnudaginn 8. júlí komu Blikar saman og perluðu af Krafti í Smáranum í Kópavogi. Blikar voru með þessu að reyna að ná Perlubikarnum til sín. Um 250 manns mættu á svæðið og perluðu á fullu í fjóra klukkustundir. Keppnisskapið var við völd og náðu Blikar að perla 2106 armbönd. Blikar voru það metnaðarfullir að ná […]

4. flokkur tók þátt í sterku móti í Þýskalandi

Dagana 19. og 20. maí sl. tók 4. flokkur karla þátt í sterku móti í Dortmund í Þýskalandi auk þess að spila tvo æfingaleiki. Breiðablik sendi 22 leikmenn sem fóru í fylgd tveggja þjálfara auk fararstjóra. Leikið var í miklum hita gegn heimaliðinu Keiserau, dönsku meisturunum í Midtjylland, Duisburg frá Þýskalandi og landsliði Malasíu. Þá […]

Breiðablik og Kírópraktorstofa Íslands í samstarf

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur Knattspyrnudeildar Breiðabliks við Kírópraktorstofu Íslands (KPÍ). Samstafið felur í sér að KPÍ mun þjónusta leikmenn Breiðabliks sem þurfa meðhöndlun kírópraktors. Þá mun KPÍ sinna greiningum á leikmönnum auk þess að vera með fræðslu fyrir alla iðkendur knattspyrnudeildarinnar. Á Kírópraktorstofu Íslands starfa sex kírópraktorar sem hafa víðtæka reynslu og mikla sérþekkingu í […]

Breiðablik gerir 3 ára samning við sprotafyrirtækið Sportabler

Breiðablik hefur gert langtímasamning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Breiðablik hefur undanfarna mánuði unnið í samstarfi við Sportabler að þróun og prófun forritsins og hefur innleiðing hjá fyrstu flokkum félagsins gefist vel. Markmið Sportabler […]