Entries by Sigurður

Skötuveisla Breiðabliks 21.desember

Skötuveisla Breiðabliks að hætti Hauks Valdimarssonar matreiðslumeistara verður í Smáranum (stúkubyggingunni) föstudaginn 21.desember milli kl.11:00 – 14:00.   Boðið verður upp á skötu, saltfisk, rófur, kartöflur, hamsatólg, hnoðmör, smjör og rúgbrauð.   Aðgangseyri 3.500 kr. Happdrættismiði fylgir.   Skráning hjá Sigurði á netfangið sigurdur@breidablik.is ATH: Skráning þarf að berast fyrir kl.13:00 miðvikudaginn 19.desember.

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks var haldinn 30.október sl.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram 30. október 2018 í Smáranum. Orri Hlöðversson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, setti aðalfundinn og bauð fundarmenn velkomna. Hann stakk upp á Þórólfi Heiðar Þorsteinssyni sem fundarstjóra og Flosa Eiríkssyni sem ritara og var það samþykkt. Fyrir fundinn lá eitt skriflegt framboð til formanns, dags. 22. október sl., frá Orra Hlöðverssyni. þar […]

,

Patrik Sigurður Gunnarsson seldur til Brentford

Breiðablik og Brentford hafa komist að samkomulagi um að Patrik Sigurður Gunnarsson gangi til liðs við síðarnefna félagið.  Brentford er í ensku Championship deildinni sem er sú næst efsta á Englandi. Patrik sem er fæddur árið 2000 er uppalinn Bliki og byrjaði að æfa í 8.flokki félagsins. Hann hefur verið reglulegur partur af meistaraflokkshópi Breiðabliks […]

Jonathan Hendrickx framlengir

Bakvörðurinn öflugi, Jonathan Hendrickx, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Breiðablik nú einungis nokkrum mánuðum eftir að hann gekk til liðs við félagið. Hendrickx hefur átt glæstan feril þrátt fyrir ungan aldur. Árið 2012 fór hann frá belgíska liðinu Standard Liège til hollenska 1. deildarliðsins Fortuna Sittard þar sem hann lék til ársins […]

Andri Fannar skrifar undir samning við Breiðablik

Miðjumaðurinn efnilegi Andri Fannar Baldursson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik. Andri Fannar er fæddur árið 2002 og er uppalinn Bliki. Hann er fastamaður í yngri landsliðum Íslands og hefur þar verið að spila ári upp fyrir sig. Hann hefur þegar spilað sjö landsleiki fyrir U17. Frá áramótum hefur Andri verið að æfa […]

Þrír uppaldir Blikar semja

Þær Hugrún Helgadóttir, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir og Tinna Harðardóttir hafa skrifað undir samning við Breiðablik. Þessir uppöldu Blikar hafa verið fastamenn í úrtakshópum KSÍ. Á undanförnum mánuðum hafa þær spilað með meistaraflokki Augnabliks en Augnablik samanstendur af efnilegum leikmönnum úr 2. og 3.flokki Breiðabliks ásamt nokkrum reyndari leikmönnum. Á dögunum voru þær Hugrún, Bergþóra og […]

Berglind Björg skrifar undir nýjan þriggja ára samning!

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímablið 2020. Berglind er fædd árið 1992 og er einn reyndasti leikmaður ungs liðs Breiðabliks. Þar að auki hefur Berglind einnig spilað 31 A landsliðsleik á undanförnum árum. Berglind Björg hefur leikið 146 leiki með liðinu í efstu deild frá því að […]

Guðjón Máni og Júlíus Óli semja við Breiðablik

Þeir Guðjón Máni Magnússon og Júlíus Óli Stefánsson hafa skrifað undir samning við Breiðablik. Báðir eru þeir fæddir árið 1998 og gengu upp úr 2.flokki Breiðabliks síðastliðið haust. Þeir félagar munu fara á láni til Augnabliks á næstunni en það hefur reynst gott skref fyrir fleiri Blika í gegnum tíðina. Til dæmis stigu landsliðsmennirnir Alfreð […]

Áframhaldandi samstarf Breiðabliks og Coerver Coaching

Coerver Coaching og knattspyrnudeild Breiðabliks hafa gert með sér nýtt samkomulag til 3ja ára. Undanfarin þrjú ár hefur félagið átt frábært samstarf við Coerver Coaching. Iðkendur Breiðabliks hafa notið góðs af þjálfun í æfingaáætlun Coerver Coaching. Þá hafa iðkendur notið góðs af frábærum námskeiðum sem haldin hafa verið. Einnig hafa þjálfarar félagsins verið kynntir fyrir […]