Leiðbeiningar fyrir áhættuhópa

Í ljósi þess að nú er hættustig almannavarna í gildi vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is og einnig á nýjum sameiginlegum vef embætti landlæknis  og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra: www.covid.is

Foreldrar eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði.  Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau að fara í sóttkví skv. leiðbeiningum Landlæknis.

Foreldrum barna með skert ónæmiskerfi eða undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma  er ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum að ráðfæra sig við viðkomandi sérfræðing eða heimilislækni.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og/eða hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

Breiðablik fylgist vel með þróun mála og fer eftir þeim fyrirmælum sem berast frá yfirvöldum hverju sinni.

Updated (Monday, 16. March, 16:00):

Breiðablik youth practices cancelled for the following week 16.-23. March

 • At the recommendation of authorities, Breiðablik has cancelled all practices in all sports for kids, 16 years old and younger, for the following week 16.-23.March.
 • Kids at this age are encourage to stay active and some of our sport departments have already posted exercises to do at home
 • Practices for 16 years and older will go on but with a different format than usual. Strong conditions will be followed, according to authority recommendations. Further details for each sport and their groups will be presented by the coaches.
 • Fífan/Smárinn/Stúkan(Kópavogsvelli) will be closed this week with the exception of scheduled practices. Those who are attending those scheduled practices in these buildings of ours, will only be let in 10 minutes before the start of the practice. They will also have to leave the building as soon as their practice is over. The buildings will be closed while the practices take place. There will be no access to locker rooms or showers.
 • Breiðablik office will be closed this week but our staff will answer all questions and concerns via email. Staff emails can be found on our website http://breidablik.is/um-okkur/698-2/

The situation will be revised at the end of this week, as soon as we get new information from the sport confederations and the Emergency Management.

5. March:

Information for parents / guardians (Breidablik)
To parents and guardians
As state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus
The Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is

Parents and guardians are asked to monitor regularly which areas have been defined as risk areas. If children or their families have been staying in those areas, they will need to go into quarantine as instructed by the Directorate of Health.

Parents of children who have a weak immune system or underlying respiratory diseases are advised to consult with their medical specialist or family doctor.

Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas.

UPPFÆRT (mánudaginn 23.mars kl 12:00):

 • Yfirvöld hafa ákveðið að herða samkomubannið og því hafa allar skipulagðar íþróttaæfingar verið lagðar niður þangað til að banninu verður aflétt eða annað kemur í ljós. Sjá viðhengi: Samkomubann hert – 21.03.20
 • Við viljum samt sem áður minna okkar fólk á að vera duglegt að hreyfa sig, borða hollt og halda rútínu.
 • Heilsusamlegt líferni(mataræði, hreyfing, svefn og fl.) er jú besta forvörnin við veirum sem þessari og öðrum sjúkdómum.
 • Undanfarna viku hafa þjálfararnir okkar verið virkilega duglegir við að deila æfingum sem hægt er að gera heima hjá sér, bæði tækni- og þrekæfingar. Engan ætti því að skorta hugmyndir!
 • Tæklum þessa tíma eins og alla aðra, græn og glöð!

UPPFÆRT (mánudaginn 16.mars kl 16:00):


 • Að tilmælum yfirvalda falla niður allar æfingar í öllum deildum Breiðabliks hjá iðkendum á grunn- og leikskólaaldri vikuna 16. – 23. mars.
 • Iðkendur á þessum aldri eru hvattir til almennrar hreyfingar og þá hafa einhverjar deildir sett upp heimaæfingar sem við hvetjum alla til nýta sér.
 • Æfingar hjá iðkendum 16 ára og eldri fara að einhverju leyti fram og verða þær æfingar háðar ákveðnum skilyrðum og í samræmi við þau tilmæli sem hafa komið fram frá yfirvöldum. Nánari útfærslur hjá hverjum flokki/deild fyrir sig munu þjálfarar í viðkomandi flokkum/deildum kynna hverjum hópi fyrir sig.

Staðan verður aftur metin í lok vikunnar samhliða nýjum upplýsingum frá íþróttahreyfingunni og almannavörnum.

UPPFÆRT (laugardaginn 14.mars kl 13:00): Til að skipuleggja framhaldið hefur Breiðablik ákveðið að hafa starfsdag mánudaginn 16. mars til að ráða ráðum sínum og skipuleggja næstu vikurnar með forsvarsmönnum deilda og falla því allar æfingar niður hjá félaginu þann dag.

Þá eru í vinnslu leiðbeiningar varðandi samkomubannið og hvaða áhrif það mun hafa á starfsemi íþróttafélaga og starfsemi í íþróttamannvirkjum. Við munum upplýsa ykkur um stöðu mála um leið og þær liggja fyrir.

Í ljósi blaðamannafundar sem haldinn var  föstudaginn 13.mars, að þá er í skoðun hvernig íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK útfæra það sem kom fram á fundinum m.t.t. æfinga ofl.

Upplýsingar verða sendar strax út þegar við vitum meira og nánari fyrirmæli hafa verið gefin út af íþróttahreyfingunni sem og Kópavogsbæ.

Við biðjum foreldra/forráðamenn að sýna því skilning á meðan farið er yfir stöðuna sem upp er komin.

Allar æfingar halda sér fram að samkomubanninu sem tekur gildi aðfaranótt mánudagsins en það er undir hverjum og einum foreldri/forráðamanni komið að senda sín börn til æfingar.

Vinsamlegast áréttið við börnin mikilvægi handþvottar og notkunar handspritts. Mælt er með að þvo sér fyrir og eftir æfingar. Ræðið við þau um að takmarka óþarfa snertingu. Forðast ber að samnýta drykkjarílát og fatnað.

Breiðablik mun fresta stærri viðburðum/samkomum sem fyrirhuguð eru á næstu vikum.

Í lokin viljum við biðla til allra að ef iðkendur hafa umgengist smitaða einstaklinga, eru með einkenni smits eða hafa grun um að vera jafnvel orðnir smitaðir að þá óskum við eftir því að þeir sömu haldi sig heima og mæti ekki á æfingar. Sama gildir um starfsfólk og þjálfara. Ef eitthvað breytist verður það upplýst jafnóðum og er ykkur velkomið að hafa samband við undirritaðan ef frekari upplýsinga er óskað. Með von um jákvæð viðbrögð og að allir sýni þessu skilning.

UPPFÆRT (mánudaginn 23.mars kl 12:00):

 • Yfirvöld hafa ákveðið að herða samkomubannið og því hefur öllum íþróttamannvirkjum verið lokað þangað til að banninu verður aflétt eða annað kemur í ljós. Sjá viðhengi: Samkomubann hert – 21.03.20
 • Það þýðir að sjálfsögðu, líkt og í síðustu viku, að skrifstofa Breiðabliks verður lokuð en starfsmenn á skrifstofu svara erindum í gegnum tölvupóst. Finna má netföng starfsmanna á http://breidablik.is/um-okkur/698-2/

UPPFÆRT (mánudaginn 16.mars kl 16:00):

 • Fífan/Smárinn/Stúkan á Kópavogsvelli verða lokuð þessa vikuna nema þegar æfingar eldri iðkenda fer fram. Þeim iðkendum er hleypt inn 10 mín fyrir sinn æfingatíma og verður hleypt beint inn í þau rými sem um ræðir. Að sama skapi þurfa allir að yfirgefa húsið strax að lokinni æfingu. Húsin verða lokuð á meðan æfingarnar fara fram. Engir klefar eða sturtuaðstaða verður í boði.
 •  Skrifstofa Breiðabliks verður lokuð þessa vikuna en starfsmenn á skrifstofu svara erindum í gegnum tölvupóst. Finna má netföng starfsmanna á http://breidablik.is/um-okkur/698-2/

Staðan verður aftur metin í lok vikunnar samhliða nýjum upplýsingum frá íþróttahreyfingunni og almannavörnum.

Til að takmarka aðgengi þeirra sem þurfa ekki að koma í Fífuna/Smárann og önnur íþróttamannvirki þar sem æfingar fara fram að þá hvetjum við forráðamenn til að skutla iðkendum á æfingar en ekki koma að horfa á æfingar nema nauðsyni beri til. Einnig hvetjum við iðkendur til að fara beint heim eftir æfingar. Frjáls leikur á æfingastað að lokinni æfingu eins og t.d. í Fífunni/Smáranum án eftirlits getur aukið líkur á smiti og eykur álag á þrif í húsinu.

Þrif í Fífunni og Smáranum og öðrum íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar hafa verið aukin til muna. Handrið og álagssvæði eru þrifin reglulega yfir daginn.

Mjög mikilvægt er að iðkendur, foreldrar og aðrir gestir fari eftir þeim leiðbeiningum sem gefnar hafa verið út og hefur félagið nú þegar beint því til þjálfara að forðast óþarfa snertingar milli iðkenda og þjálfara. Einnig brýnum við fyrir iðkendum, þjálfurum og starfsmönnum að þvo sér reglulega um hendur. Þá hefur félagið einnig komið upp sprittstöndum við innganga inní Fífuna/Smárann.