Skilmálar

Vefverslun Breiðabliks selur fatnað, skó, útivistarvörur, íþróttavörur og ýmiskonar fylgihluti.

Vefverslun Breiðabliks býður heimsendingu á vörum keyptum á netinu ef greitt er fyrir sendingakostnað.

Kaupandi velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Vefverslun Breiðabliks.

Sé vara uppseld verður haft samband við Kaupanda hið fyrsta og þér boðin önnur vara eða full endurgreiðsla.

Vörur eru afhendar í Smáranum og eru tilbúnar til afhendingar strax að pöntun lokinni.

Pantanir í heimsendingu eru póstlagðar á þriðjudögum.

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Ungmennafélagið Breiðablik., kt. 480169-0699, Dalsmári 5, 201 Kópavogi.

Verð

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna.

Greiðslumöguleikar

Boðið er upp á að greiða með greiðslukorti í vefverslun Breiðabliks.

Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard eða Amex.

Vefverslun Breiðabliks notar örugga greiðslugátt frá Borgun á Íslandi.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaup og er vara endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:

  • Varan skal vera ónotuð.
  • Vara skal vera í söluhæfu ástandi.
  • Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum.
  • Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni.
  • 14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Endursenda má vöru til Breiðabliks að Dalsmára 5, 201 Kópavogur.

Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Beiðni um skil á vöru skal sendast á breidablik@breidablik.is

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.breidablik.is eru eign Breiðabliks og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Breiðabliki. Breiðablik er skráð vörumerki í eigu Breiðabliks og ekki má nota það í tengslum við neina vöru eða þjónustu án skriflegs leyfis frá Breiðablik.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Hafa samband

Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið Breidablik@breidablik.is ef einhverjar spurningar vakna.