
Knattspyrnudeild Breiðabliks mun halda jólaball þann 8. desember í veislusal Smárans frá kl. 13-15. Jólaballið er opið öllum börnum hvort sem þau eru í Breiðabliki eða ekki.
Jólasveinar mæta á staðinn með glaðning fyrir börnin og dansað verður í kringum jólatré.
Það kostar 500 kr. inn fyrir hvert barn og léttar veitingar verða seldar á staðnum.