Blikavagninn

Blikavagninn byrjar akstur við Hörðuvallaskóla þriðjudaginn 5. september og mun ganga alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 14.07 og kl. 15.07 og er því góður valkostur fyrir iðkendur Breiðabliks sem hefja æfingar kl. 15.00 og kl. 16.00.

Vakin er athygli á því að börnunum er ekki ekið heim og því þurfa foreldrar að sækja þau að æfingu lokinni. Vagninn hættir akstri við Smárann kl. 16.00

Fyrst um sinn mun starfsmaður frá Breiðabliki vera í vagninum. Iðkendur geta nýtt sér búningsklefa í Smáranum (strákar klefi 1 og 2 og stelpur klefi 5 og 6). Við minnum foreldra á að sækja eigur barnanna eftir æfingu.
Til foreldra barna í Dægradvöl

Foreldrar verða að senda tölvupóst eða hringja í umsjónarmenn dægradvalar ef börn þeirra ætla að nýta sér Blikavagninn.

Tímatöfluna má sjá hér að neðan:

Áfangastaður Ferð 1 Ferð 2
Hörðuvallaskóli (strætisvagnaskýli við Vatnsendaveg) 14:07 15:07
Salaskóli (við hringtorg) 14:12 15:12
Lindaskóli bílastæði (norðan megin) 14:19 15:19
Smárinn 14:22 15:22
Kópavogsskóli 14:28 15:28
Kársnesskóli (íþróttahús) 14:35 15:35
Fagrilundur 14:41 15:41
Álfhólsskóli (biðstöð við Skálaheiði) 14:46 15:46
Smárinn 14:52 15:52

Foreldrar vinsamlegast athugið að neðangreinda daga gengur Blikavagninn ekki. Foreldrar eru þá hvattir til að sameinast um að koma iðkendum á æfingar.

– Þegar skipulagsdagar eru í öllum skólum.
– Þegar vetrarfrí er í öllum skólum.