Markmið Breiðabliks

Yfirmarkmið

 • Að vera í fararbroddi á öllum sviðum íþróttaþjálfunar á Íslandi.
 • Að hjálpa iðkendum að eflast félagslega, á sál og líkama.
 • Að hjálpa iðkendum og liðum Breiðabliks að hámarka íþróttalega færni og ná árangri á íþróttavellinum sem einstaklingar og sem lið.
 • Að stuðla að betra og heilbrigðara samfélagi í Kópavogi.

Uppeldisleg markmið

 • auka áhuga barna á og ungmenna á íþróttum almennt sem og heilbrigðum lífstíl.
 • Að fylgjast með líðan og gengi iðkenda og sporna við brottfalli.
 • efla hugarfar, félagsfærni og líkamsburði allra iðkenda svo að þeir geti náð árangri í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur í íþróttum sem og utan íþrótta.

Íþróttaleg markmið

 • Að veita öllum iðkendum þjálfun, fræðslu og verkefni við hæfi – með það að markmiði að hjálpa öllum iðkendum að hámarka íþróttalega færni sína.
 • Að stefna á að vera ávallt í fremstu röð í keppni, í efstu deildum og efstu sætum á innlendum sem og alþjóðlegum vettvangi.
 • hlúa vel að þjálfurum og dómurum félagsins og hjálpa þeim að komast í fremstu röð með skipulegri fræðslu og endurmenntun.
 • tryggja fyrirmyndar aðstöðu til íþróttaiðkunar, sem mætir auknum kröfum sívaxandi fjölda iðkenda, hvort sem litið er til aðstöðu til æfinga og keppni eða félagsstarfs.

Samfélagsleg markmið

 • Að sinna víðþættu forvarnar- og uppbyggingarstarfi fyrir börn og ungmenni í Kópavogi – að þjónusta börn og ungmenni, foreldra og aðra íbúa Kópavogs með því að bjóða upp á öflugt og heilbrigt íþrótta- og forvarnarstarf.
 • skapa spennandi vettvang fyrir fólk sem hefur áhuga á að vinna að félagsstörfum og vera kyndilberar Breiðabliks.
 • Að útrýma hverfum í Kópavogi þar sem íþróttaþátttaka barna og ungmenna er minni en almennt gerist (svokölluðum „köldum svæðum“).
 • Að gera Kópavog að enn betra, skemmtilegra og eftirsóknarverðara bæjarfélagi til að búa í eða að heimsækja.