Forvarnarstefna Breiðabliks

Forvarnarstefna Breiðabliks miðar að því að koma í veg fyrir gjörðir og neyslu sem eiga enga samleið með iðkun íþrótta.

Forvarnarstefnunni er skipt upp í tvo hluta – annarsvegar neysla vímuefna og hinsvegar einelti, áreitni og ofbeldi.


Breiðablik vill efla forvarnarhlutverk sitt gagnvart neyslu vímuefna á eftirfarandi hátt:

  1. Vinna gegn neyslu ungmenna á áfengi, tóbaki og öðrum fíkniefnum.
  2. Vinna gegn áfengisneyslu iðkenda, þjálfara og leiðtoga í íþróttastarfinu, t.d. í æfinga- og keppnisferðum.
  3. Fræða þjálfara um forvarnir.
  4. Fela þjálfurum að fræða iðkendur um slæm áhrif áfengis, tóbaks og annarra fíkniefna á heilbrigði þeirra og árangur í íþróttum.
  5. Virkja afreksfólk í íþróttum sem fyrirmyndir barna og unglinga í heilbrigðu líferni.
  6. Leitast skal við að hafa ætíð gott samstarf við forvarnarnefnd Kópavogsbæjar, lögregluna og aðra er sinna forvarnarmálum í bæjarfélaginu.

Breiðablik vill efla forvarnarhlutverk sitt gangvart einelti, áreitni og ofbeldi á eftirfarandi hátt:

  1. Viðhafa skal innan félagsins reglulega opinskáa umræðu gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi.
  2. Virkja afreksfólk í íþróttum sem fyrirmyndir barna og unglinga í góðum samskiptum og virðingu fyrir jafnrétti og fjölbreytileika.
  3. Leitast við að hafa ætíð gott samstarf við grasrótar-og hagsmunasamtök sem beita sér gegn hvers kyns og ofbeldi, lögreglu og annað fólk sem kemur að forvarnarmálum í málaflokknum.