Gildi Breiðabliks

 • Fagmennska

  allir sem koma að starfi félagsins temja sér og sýna fagleg vinnubrögð og taka faglegar ákvarðanir á öllum sviðum starfsins

 • Framsækni

  félagið leitar allra leiða til að tileinka sér bestu mögulegu þekkingu hverju sinni og vera í fararbroddi íslenskra íþróttafélaga á öllum sviðum starfsemi félagsins

 • Jafnrétti

  iðkendum og öðrum félagsmönnum er ekki mismunað eftir kyni, kyngervi, aldri, uppruna, efnahagsstöðu eða á öðrum félagslegum forsendum

 • Samvinna

  allir sem koma að starfi félagsins vinna saman að verkefnum og markmiðum þess með hagsmuni félagsins að leiðarljósi