fbpx

Um Breiðablik

Fagmennska – Framsækni – Jafnrétti – Samvinna

Ungmennafélagið Breiðablik var stofnað 12.febrúar 1950.

Aðalfélagssvæði Breiðabliks er í Dalsmára 5 í Kópavogi (Smárinn, Fífan og Kópavogsvöllur) en félagið er einnig með starfssemi í Kársnesskóla, Fagralundi, Lindaskóla, Bláfjöllum og í báðum sundlaugum Kópavogs.

Breiðablik leggur mikla áherslu á að þjónusta sína iðkendur, foreldra og félagsmenn eins vel og kostur er og heldur félagðið úti fjölbreyttri starfssemi í 12 deildum auk þess sem sem starfræktur er hlaupahópur, íþróttaskóli barna 2-5 ára og leikfimi eldri borgara þannig að  allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Breiðablik er ein stærsta þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar og 1 milljón manns í Fífuna/Smárann á ári hverju.

Áfram Breiðablik, alltaf, alls staðar!