fbpx

Salir til leigu

Veislusalir

Veislur og fundir

Veitingasalur á efri hæð Smárans er með eldhúsi og afgreiðslueiningu (bar) inn í salnum. Þessi salur er rúmir 100 fm. og tekur 80-90 manna veislur eða fundi. Salurinn er stækkanlegur um aðra 100 fm. og tekur þá 190-220 manna veislur. Salurinn er búinn borðum og stólum og í eldhúsinu eru diskar og glös til að dekka stórar veislur. 

Fyrir stærri veislur, 400-900 manna veislur, er hægt að leigja íþróttasalinn í Smáranum, hann er rúmir 1800 fm í heildarstærð, en skiptist með tjaldi í tvennt og síðan hægt að minnka enn frekar með drapperingum .

Til að fá nánari upplýsingar um leigu á sal er hægt að senda tölvupóst á veislusalir@breidablik.is

Leigutímar í Smáranum

Til íþróttaiðkunar

Leigutímar eru á kvöldin eftir kl. 21:00 og til kl. 22:00. Um er að ræða 40 x 20 metra parketgólf (nýtt) með merkingum fyrir innanhúsknattspyrnu, körfubolta, blak, bandí (erum með battavöll) og badminton fyrir stærri hópa (3 vellir á fletinum). Ath. að notkun klísturs er bannað.

Fyrirspurnir varðandi lausa tíma og leiguverð má má senda á netfangið: kristjan@breidablik.is

Leigutímar í Fífunni

Til íþróttaiðkunar

 Fyrirspurnir varðandi lausa tíma má senda á netfangið gunnarg@kopavogur.is