fbpx

Getraunir Breiðabliks

Getraunakaffi Breiðabliks er haldið í tengibyggingu Smárans og Fífunnar alla laugardaga milli 10:00 – 12:00.  Reglulega mætir þangað góður hópur Blika á laugardagsmorgnum sem spáir í spilin og tekur þátt í skemmtilegu spjalli um boltann og allt milli himins og jarðar.

Allir þeir sem hafa gaman af íþróttum og góðum félagsskap eru hvattir til þess að mæta í getraunakaffi Breiðabliks og tippa á leikina sem framundan eru.

Boðið er upp á kaffi og léttar veitingar.

Getraunanúmer Breiðabliks er 200. Þeir sem hafa ekki tök á að mæta á laugardögum eru hvattir til þess að haka við getraunanúmer félagsins þegar þeir tippa á leiki.