Siðareglur Breiðabliks, leiðarljós í samskiptum iðkenda

  1. Gerir alltaf þitt besta, mætir á réttum tíma, virðir reglur og hefur heilbrigði að leiðarljósi.
  2. Ert til fyrirmyndar í framkomu, jafnt innan vallar sem utan.
  3. Sýnir öllum iðkendum virðingu, jafnt samherjum sem mótherjum, í meðbyr sem mótbyr.
  4. Forðast neikvætt umtal, niðurlægjandi köll eða skammir á vettvangi félagsins.
  5. Berð virðingu fyrir hæfileikum og getu annarra.
  6. Neytir aldrei ólöglegra lyfja til að bæta árangur þinn.
  7. Berð höfuðábyrgð á eigin framförum og þroska.
  8. Virðir ákvarðanir dómara og annars starfsfólks.
  9. Berð virðingu fyrir nafni og búningi félagsins.