Aðalfundur Breiðabliks fór fram fimmtudaginn 14.maí. Fundurinn var settur klukkan 17:00 og stóð í rúma klukkustund.
Eins og undanfarin ár þá var fundurinn haldinn í veislusal félagsins að Dalsmára 5, 201 Kópavogi.
Mæting á fundinn var góð.
Tveggja metra reglunni var framfylgt eftir bestu getu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, auk þess sem sprittbrúsar voru á svæðinu.
–
Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði.
Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2019 var gefin út. Hana má nú nálgast hér
Ársreikningur félagsins fyrir árið 2019 var borinn undir fundargesta og hlaut hann einróma samþykki.
Engar lagabreytingar voru lagðar fram.
–
Ein breyting var gerð á aðalstjórn félagsins.
Steini Þorvaldsson ákvað að segja þetta gott og var honum færður blómvöndur fyrir vel unnin störf.
Aðalheiður María Vigfúsdóttir tekur hans sæti í aðalstjórn félagsins.
–
Ellefu einstaklingar voru heiðraðir á fundinum:
Pétur Ómar Ágústsson var gerður að Heiðursblika.
Halla Garðarsdóttir, Jón Magnússon, Marinó Önundarson og Viðar Bragi Þorsteinsson voru sæmd gullmerki félagsins.
Anna Sigríður Ásgeirsdóttir, Halldór Grétar Einarsson, Jón Sigurður Garðarsson, Sigríður Halldóra Kristjánsdóttir, Sigrún Sigríður Óttarsdóttir(Ída) og Sunna Guðmundsdóttir voru sæmd silfurmerki félagsins.
Marteinn Sigurgeirsson hlaut Félagsmálabikarinn.