“Allir með” hjá Breiðablik eru fótboltaæfingar fyrir börn á grunnskólaskólaaldri með stuðningsþarfir.

Æft er klukkan 10:00-11:00 á sunnudögum í Fífunni, sjá mynd fyrir neðan af staðsetningu svæðisins inni í Fífunni.

Öllum er velkomið að mæta og prófa – aðalmarkmiðið á þessum æfingum er ávallt að hafa gaman og njóta sín.

Endilega látið orðið berast til allra sem gætu haft áhuga.

Nánari upplýsingar veitir arnordadi@breidablik.is og við mælum með að allir hafi samband áður en mætt er í fyrsta sinn svo að hægt sé að taka sem best á móti nýliðum.

 

Æfingar á vorönn eru eftirfarandi:

2.mars

9.mars

16.mars (óvíst)

23.mars (óvíst)

30.mars

6.apríl

Páskafrí

27.apríl

4.maí

11.maí

18.maí

25.maí

1.júní