Viðbrögð við óveðri

Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins segir:

“Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn, hér eftir nefndir forsjáraðilar, fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti. Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetraraksturs.”

Lesa má nánar um leiðbeiningar vegna veðurs frá Almannavörnum með því að smella hér.

Þegar kemur að því að fella niður æfingar, leiki og aðra viðburði á vegum Breiðabliks þá tekur félagið mið af litakóðuðu viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands sem byggist á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP.

Gul viðvörun – allt starf Breiðabliks heldur sínu striki

Appelsínugul viðvörun – æfingar utandyra falla líklega niður (matsatriði yfirþjálfara) en æfingar innandyra halda sínu striki.

Rauð viðvörun – allt starf Breiðabliks fellur niður

Lesa má nánar um viðvörunarkerfi Veðurstofunnar með því að smella hér.

Athugið samt að ef iðkendur eru mættir á svæðið þegar starfið er fellt niður þá er þeim auðvitað velkomið að halda kyrru fyrir í húsnæði félagsins á meðan veðrið gengur yfir eða þangað til að viðkomandi er sóttur.