Entries by

Alexander og Kristrún Bikarmeistarar!

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands í klassískum kraftlyftingum fór fram á heimavelli Breiðabliks í Digranesi sl. helgi. Keppt var í öllum aldursflokkum, en Breiðablik sendi frá sér 11 keppendur í opnum flokki, 3 konur og 8 karla. Breiðablik er í algjörum sérflokki þegar kemur að mótahaldi en uppsetning, frágangur og mönnun starfsfólks á mótinu að utanskildum dómurum […]

Blikar á ÍM unglinga ’25

Íslandsmót unglinga í klassískum kraftlyftingum fór fram í Miðgarði sl. laugardag þar sem Breiðablik sendi frá sér 8 keppendur, 2 konur og 6 karla. Mörg persónuleg met voru slegin, fjöldi medalía sóttar, eitt íslandsmet og átti Breiðablik stigahæsta keppanda mótsins, Mána Frey Helgason, en hann varði þann titil frá því í fyrra.   Kvennamegin kepptu […]

Frábær árangur Blika á EM í klassískum kraftlyftingum

Breiðablik átti þrjá öfluga keppendur á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fór fram í Malaga, Spáni í síðustu viku. Til þeirra halds og trausts var Auðunn Jónsson, yfirþjálfari landsliðsins.   Fyrsti blikinn til að stíga á pall var Kristrún Sveinsdóttir sem keppti í -52kg flokki. Hún lyfti 132.5kg í hnébeygju, 72.5kg í bekkpressu og með […]