Alexander og Kristrún Bikarmeistarar!
Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands í klassískum kraftlyftingum fór fram á heimavelli Breiðabliks í Digranesi sl. helgi. Keppt var í öllum aldursflokkum, en Breiðablik sendi frá sér 11 keppendur í opnum flokki, 3 konur og 8 karla. Breiðablik er í algjörum sérflokki þegar kemur að mótahaldi en uppsetning, frágangur og mönnun starfsfólks á mótinu að utanskildum dómurum […]