Allir iðkendur Breiðabliks undir 18 ára geta pantað sér tíma í sjúkraþjálfun hjá Sjúkraþjálfuninni Sporthúsinu þeim að kostnaðarlausu svo lengi sem þau séu með beiðni frá lækni.

Ef iðkendur undir 18 ára mæta án beiðni frá lækni þá er verðið í kringum 4.000kr fyrstu sex skiptin og svo fullt verð eftir það.

Mögulega þarf að bíða í nokkra daga eftir því að komast að en starfsfólk Sjúkraþjálfunarinnar mun ávallt gera sitt besta við að lágmarka biðtíma iðkenda.

Smellið hér fyrir heimasíðu Sjúkraþjálfunarinnar í Sporthúsinu.

Hér er svo facebooksíðan þeirra.