Á morgun, laugardaginn 10.mars, fer fram mjög sterkt sænskt katamót „Swedish Kata Trophy“ í Stokkhólmi Svíþjóð. Karatesamband Íslands sendir landsliðsfólk sitt á mótið og þar af eru 3 blikar með. Þetta eru þau Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og nýliðinn í landsliðinu Tómas Pálmar Tómasson. Auk þeirra eru 3 aðrir landsliðsmenn í för.

Svana og Arna keppa í kata fullorðinna kvenna þar sem um 30 keppendur skráðir, m.a. allt sænska landsliðið auk annarra alþjóðlegra keppenda. Tómas Pálmar keppir í kata 14-15 ára drengja þar sem 25 keppendur eru skráðir frá amk 5 löndum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá blikana, frá vinstri Tómas Pálmar, Arna Katrín og Svana Katla.