Nýir keppnisbúningar lentir og forsölu lýkur á sunnudaginn!

Í vikunni voru nýir búningar knattspyrnudeildar, fyrir tímabilið 2021, kynntir einn af öðrum á facebooksíðu deildarinnar.

Forsölu á búningunum lýkur á sunnudaginn, 13. desember. Nánar um það hér.

Þess má geta að nýr keppnisbúningur yngri flokka mun í fyrsta skiptið innihalda, ásamt grænu treyjunni, svartar stuttbuxur og svarta sokka.

Meistaraflokkarnir munu hinsvegar halda sig við hvítar stuttbuxur og hvíta sokka.