Breiðablik þriðja stigahæsta liðið og með stigahæsta sundfólk mótsins
Sundmeistaramót Íslands (SMÍ) fór fram um síðustu helgi, 15., og 16. Júní. Á mótinu var keppt um stigahæstu einstaklingana og stigahæstu liðin. Sunddeild Breiðabliks var með 13 keppendur það voru þau: Ásdís Steindórsdóttir, Dominic Daði Wheeler, Freyja Birkisdóttir, Halldóra Björt Ingimundardóttir, Huginn Leví Pétursson, Margrét Anna Lapas, Nadja Djurovic, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Ragnheiður Gunnsteinsdóttir, Snævar Örn Kristmannsson, Sólveig Freyja Hákonardóttir, Vanja Djurovic og Ýmir Chatenay Sölvason.
Margir voru að bæta sína tíma og árangur sundiðkenda var heilt yfir frábær, í einstaklingsgreinum fengum við 7 gull verðlaun, 5 silfur verðlaun og 4 brons verðlaun. Boðsundssveitirnar okkar lentu í 3 sæti í bæði 4*100m skriðsundi (sveitina skipuðu þau: Ýmir Chatenay Sölvason, Dominic Daða Wheeler, Freyja Birkisdóttir og Nadja Djurovic) og 4*100m fjórsundi (sveit skipuð af þeim Ragnheiði Ástu Magnúsdóttur, Dominic Daða Wheeler, Snævari Erni Kristmannssyni og Freyju Birkisdóttur). Við lentum í þriðja sæti yfir stigahæsta lið mótsins með samtals 7665 stig.
Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu sundin í aldursflokknum 18. ára og yngri og 19. ára og eldri, þess ber að geta að Freyja Birkisdóttir og Ýmir Chatenay Sölvason sem fengu verðlaun fyrir stigahæstu sundin í aldursflokknum 18. ára og yngri voru í raun stigahæstu sundmenn mótsins í báðum aldursflokkum. Virkilega flottur árangur!
Gull: 100m skriðsund – Ýmir Chatenay Sölvason, 100m flug – Snævar Örn Kristmannsson, 800m skriðsund – Sólveig Freyja Hákonardóttir, 200m skriðsund – Freyja Birkisdóttir, 200m skriðsund – Ýmir Chatenay Sölvason, 400m skriðsund – Freyja Birkisdóttir, 200m flug – Snævar Örn Kristmannsson,
Silfur:200m fjórsund – Freyja Birkisdóttir, 100m skriðsund – Nadja Djurovic, 50m Bringa – Margrét Anna Lapas, 200m skriðsund – Nadja Djurovic, 50m skriðsund – Nadja Djurovic
Brons: 100m flug – Dominic Daði Wheeler, 800m skriðsund – Vanja Djurovic, 100m baksund – Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, 50m baksund – Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir,
ÁFRAM BREIÐABLIK 💚