Rétt áðan tryggði Sóley Margrét sér heimsmeistaratitilinn í kraftlyftingum en að þessu sinni fer mótið fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík sem er einstaklega skemmtilegt fyrir okkar konu sem var eðlilega með flesta áhorfendur á sínu bandi.
Sigur Sóleyjar var afgerandi og glæsilegur en samtals lyfti hún 710kg á meðan 2.sætið lyfti samtals 670kg.
Þessi 710 kg gerðu Sóleyju ekki einungis að heimsmeistara heldur er þetta heimsmet í flokki junior.
Af þeim þremur greinum sem keppt er í þá sigraði Sóley hnébeygjuna(282,5kg) og varð svo í öðru sæti bæði í bekkpressu(200kg) og réttstöðulyftu(227,5kg).
Þess ber þó að geta að þyngsta lyfta Sóleyjar í brekkpressunni og réttstöðulyftunni var nákvæmlega jafn þung og hjá þeim sem lenti í 1.sæti.
Heimsmeistaratitillinn veitir Sóleyju keppnisrétt á World Games á næsta ári og verður virkilega gaman að fylgjast með okkar konu þar.
Innilega til hamingju Sóley! 💚