Entries by Arnór Daði

Glæný „fótboltatennis“borð í Fífuna

– Í síðasta mánuði fjárfesti Barna- og Unglingaráð Breiðabliks, með rausnarlegri aðstoð Heimilistækja, í tveimur TeqLite borðum frá TeqÍsland. – Um er að ræða glænýja hönnun og hugmynd fyrir „íþrótt“ sem flestir þekkja sem skalla-/fótboltatennis. Á heimasíðu TeqÍsland má finna nokkrar hugmyndir að leikjum sem hægt er að spila á borðunum. – „Barna- og unglingaráð […]

Allt íþróttastarf lagt af til 19.október – All sport activites cancelled until October the 19th

-english below- Allt íþróttastarf hefur verið lagt af til 19.október. Þetta á við um alla aldurshópa og tekur gildi strax. Þ.a.s engar æfingar í dag fimmtudaginn 8.október. Þjálfarar einstakra flokka verða í sambandi við sína iðkendur varðandi heimaæfingar. Við hvetjum alla til þess að fara eftir tilmælum yfirvalda og huga vel að bæði andlegri og […]

3.flokkur karla Íslandsmeistari 2020

Blikar léku vel þegar þeir unnu Fjölni í úrslitaleik Íslandsmótsins í 3.flokki A liða sem fram fór á Kópavogsvelli í gær. Blikar sigruðu sterkt lið Fjölnis 3-2 og það voru þeir Tómas Orri Róbertsson og Benóný Breki Andrésson sem skoruðu mörk Blika. Það var kærkomið að sigra Fjölnisliðið því Blikar töpuðu einmitt fyrir Fjölni 3-1 […]

Þrjú gull og tvö silfur hjá Blikum

B lið Breiðabliks í 3.flokki kvenna varð Íslandsmeistari á föstudaginn var en þær fóru taplausar í gegnum B liða keppnina. Þær unnu átta leiki og enduðu með markatöluna 32-6, glæsilegur árangur hjá þeim. Breiðablik og Afturelding léku til úrslita í 5.flokki karla D liða í Fífunni á sunnudagsmorgun, skemmst er frá því að segja að […]

Íslandsmeistarar í 5.flokki kvenna og úrslitaleikir framundan

Breiðablik varð Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna A liða um síðastliðna helgi. 🏆 Breiðablik og Stjarnan léku til úrslita í úrslitaleik 5. flokks kvenna á Samsungvellinum í Garðabæ. Leikurinn var jafn og spennandi eins og úrslitaleikir eiga að vera. ⚽️ Það var Edith Kristín Kristjánsdóttir skoraði mark Breiðabliks á 35 mínútu í 1-0 sigri og […]

Blikar á fleygiferð – framtíðin er björt

Innan skamms mun Íslandsmótinu í 5. og 4.flokki karla og kvenna ljúka. Árangur sumarsins er með eindæmum góður hjá þessum hópum. 5.flokkur karla tefldi fram 14 liðum í mótinu og 5 þeirra komust í úrslitakeppnina. Góður árangur var einnig hjá stelpunum því þær tefldu fram 8 liðum og 3 þeirra komst í úrslit. Í 4.flokki […]

Frístundavagnarnir hefja akstur mánudaginn 31. ágúst

Frístundavagnarnir í Kópavogi hefja akstur næstkomandi mánudag, þann 31. ágúst. Um er að ræða nákvæmlega sömu leiðar- og tímaáætlun og var í gildi síðasta vor að undantöldum tveimur auka stoppum í lok leiðar hjá Rauða bílnum. Allar nánari upplýsingar um vagnana má nálgast með því að smella hér

Vetraráætlanir deildanna hafa verið birtar

Nú ættu allar deildir Breiðabliks að hafa birt æfingaáætlun sína fyrir veturinn/skólaárið 2020-2021. Flestar áætlanirnar taka gildi í næstu viku, 31.ágúst-4.september. Æfingaáætlanirnar má finna, eins og vanalega, efst á heimasíðunni undir hverri deild. Sjá dæmi: