Entries by

Breiðablik skiptir yfir í XPS(Sideline)

Eftirfarandi myndband sýnir hvernig sækja skal forritið: https://www.youtube.com/watch?v=5CfgjZPgYlM&list=PLV4bmzPsFTOv4SwrFoSnduIfadWnLqAbi Hér er svo frekara kennsluefni á heimasíðunni þeirra: https://xps.sidelinesports.com/is/tutorials-athlete-family Um mánaðarmótin sept/okt mun félagið færa allar sínar skráningar/greiðslur/æfingauppfærslur/skilaboðasendingar og annað yfir í XPS(Sideline). XPS þekkja flestir þjálfarar landsins og einnig margir iðkendur enda var forritið/kerfið stofnað á Íslandi fyrir heilum 22 árum síðan(2001). Í dag er kerfið […]

Hákon Sverrisson fimmtugur

StórBlikinn og öðlingurinn Hákon Sverrisson fagnar nú 50 ára afmæli. Saga Hákonar er  tengd órjúfanlegum böndum þróun Breiðabliks.   (Foreldrar hans, Sverrir Davíð Hauksson og Birna Guðmundsdóttir, hafa verið mjög virk í starfi félagsins í áratugi. Sverrir pabbi hans var meðal annars formaður knattspyrnudeildar og Birna mamma hans formaður kvenfélags Breiðabliks.)   Það kom því […]

Vetrarstarfið rúllar af stað

Eftir stórkostlegt sumarveður síðustu tvo mánuði er kominn tími á að vetraræfingatöflurnar taki aftur gildi. Körfuknattleiksdeild félagsins ríður á vaðið í dag(28.ágúst) með glænýrri æfingatöflu. Í næstu viku(4.sept) hefst svo vetrarstarf frjálsíþrótta- og knattspyrnudeildar(6.-8.fl). Flokkaskipti 5.-2.fl í fótboltanum taka reyndar aðeins lengri tíma. Rafíþróttadeildin hefur leik í þarnæstu viku(11.sept) og svo aðrar deildir í kjölfarið. […]

Stofnbók Breiðabliks

Árið 1950 stofnuðu 70 einstaklingar Íþróttafélagið Breiðablik í Kópavogi.  48 af stofnendum voru börn á aldrinum 12-17 ára og meðal þeirra var faðir Sólborgar, Baldur Sigurgeirsson, þá 14 ára og bróðir hans Gunnlaugur Sigurgeirsson þá 12 ára. Af ákveðnum ástæðum dagaði stofnbók félagsins uppi í fórum Baldurs sem varðveitti hana eftir að hafa fundið hana […]

Vignir er Íslandsmeistari!

Vignir Vatnar Stefánsson, skákmaður úr Breiðablik, varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í skák í fyrsta skipti. Vignir hafði betur í æsispennandi bráðabana gegn stórmeisturunum og margföldum íslandsmeisturum Hannesi Hlífari Stefánssyni(13x ísl.meistari) og Guðmundi Kjartanssyni(3x ísl.meisari), en fyrir þá sem ekki muna þá er Vignir einnig stórmeistari og einmitt sá nýjasti hér á landi eða frá því […]

Óbreytt Aðalstjórn

Aðalfundur Breiðabliks var haldinn í liðinni viku, miðvikudaginn 10.maí, og eins og í fyrra þá var hann vel sóttur.    Guðmundur Sigurbergsson var kjörinn fundarstjóri og stýrði fundinum af sinni einstöku snilld.   Formaður aðalstjórnar Ásgeir Baldurs fór yfir það helsta frá síðasta ári, fundarhöld aðalstjórnar, aðstöðumál deilda, ársþing UMSK og helstu verðlaun sem Blikar […]

Sóley Evrópumeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í gær Evrópumeistari í kraftlyftingum með búnaði. Mótið fór fram í Thisted í Danmörku og keppti Sóley í flokki fullorðinna þrátt fyrir að vera einungis 22 ára og enþá gjaldgeng í unglingaflokki. Sóley gerði sér lítið fyrir og lyfti 270 kg í hnébeygju, 182,5 kg í bekkpressu og 207,5 kg í […]