Entries by

Friðdóra nýr rekstrarstjóri Breiðabliks

Friðdóra Kristinsdóttir hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Breiðabliks og tekur hún við starfinu af Sölva Guðmundssyni sem hefur gegnt því undanfarin ár. Friðdóra er iðnrekstrarfræðingur að mennt, gift Erni Ásgeirssyni kerfisstjóra og eiga þau þrjár dætur sem ýmist hafa verið eða eru iðkendur í Breiðablik. Undanfarin ár gegndi Friðdóra starfi fjármála-/skrifstofustjóra hjá HBH Byggir. Hún mun […]

Breiðablik Íslandsmeistari félagsliða

Breiðablik Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum 16-17 ára 2021 Nú um helgina 3-4 júlí, fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á Selfossi. Breiðablik mætti þar með stóran hóp keppenda sem stóð sig með mikilli prýði og var félaginu sínu til sóma innan vallar sem utan. 16-17 ára hópurinn okkar bar af bæði hjá stelpum og […]

Íslandsmeistarar 60+

Það gleður okkur að segja frá því að við eigum Íslandsmeistara (óopinberlega) í flokki 60+ í knattspyrnu! Sannir meistarar sem gengu taplausir frá mótinu. Þeir kepptu við tvö önnur félög, KR og Þrótt. Þeir unnu fyrstu leikina við mótherjana og gerðu jafntefli í þeim síðari. Maður mótsins kom úr liði Breiðabliks, Konráð Konráðsson markvörður, sem […]

Flottur árangur á Meistaramóti 11-14 ára

Það er nóg að gera hjá frjálsíþróttablikum á öllum aldri þessa dagana. Það var vaskur hópur keppenda sem mætti til leiks á Egilsstöðum síðustu helgi til að taka þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára. Það er ekki ofsögum sagt að hópurinn hafi staðið sig frábærlega og eftir standa fjölmargar bætingar, met og góðar minningar. Feiknasterkur […]

Stofnfundur Rafíþróttadeildar Breiðabliks í dag

Stór dagur í dag! – Rafíþróttadeild Breiðabliks stofnuð – Stofnfundur félags- og tómstundadeildar (Rafíþróttadeildar) Breiðabliks fer fram í dag klukkan 17:30 í veislusal Smárans, 2. hæð. Allir velkomnir! Dagskráin er sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Tillaga um að stofnuð verði Félags- og tómstundadeild Breiðabliks (sem mun hýsa rafíþróttirnar). 3. Kosning formanns […]

Nákvæm 17. júní dagskrá við Fífuna

Nákvæm 17. júní dagskrá við Fífuna var að lenda! 13:50 Skólahljómsveit Kópavogs opnar. 14:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, flytur ávarp. 14:15 Þorri og Þura. 14:45 Ræningjarnir úr Kardimommubæ. 15:10 Regína og Selma. 15:35 Eva Ruza og Hjálmar. 15:45 Söngleikjadeild Dansskóla Birnu Björns. 15:50 Katrín Ýr, Rödd fólksins í Samfés 2021. Kynnar eru Eva Ruza Miljevic […]

17. júní hátíð í Smáranum

Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga verður heldur betur fagnað í Kópavogi. Á morgun, 17. júní, fara fram hvorki fleiri né færri en fimm hátíðir víðs vegar um bæinn.   Ein þeirra fer einmitt fram á bílaplaninu fyrir utan Fífuna og Smárann. Um er að ræða svipað fyrirkomulag og tekið var upp í fyrra sökum samkomutakmarkanna.   Dagskrá: […]

,

Smárinn fær nýja stúku

Þessa dagana er unnið hörðum höndum að byggingu nýrrar stúku í Smáranum. Verklok eru áætluð um næstu mánaðarmót, júní/júlí. Við getum ekki beðið eftir því að bjóða ykkur til sætis í nýju stúkunni. Það verður sérstaklega gaman að vígja stúkuna í efstu deildum karla og kvenna í körfuboltanum. En þar eigum við einmitt lið í […]

Meistaraflokkur karla mætir Racing FC

Í gær var dregið í Europe Conference League, sem er ný tegund af evrópukeppni félagsliða. Strákarnir okkar drógust gegn Racing FC frá Lúxemborg. Fyrri leikurinn fer fram í Lúxemborg þann 8. júlí. Seinni leikurinn fer svo fram á Kópavogsvelli þann 15. júlí. Einnig var dregið í næstu umferð keppninnar. Ef strákunum tekst að leggja Racing […]