Entries by Arnór Daði

,

17. júníhlaup Breiðabliks

Keppnishlaup á þjóðhátíðardaginn fyrir alla 12 ára og yngri (2008 og yngri) Hlaupið verður á Kópavogsvelli og hefst kl 10:00 Hlaupið er 400 metrar og veitt verða verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin hjá stelpum og strákum í hverjum aldursflokki. 17.júníauglýsing  

Rúmar 450.000kr til styrktar Píeta

Í síðustu viku heimsóttu Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, og Rasmus Christiansen, leikmaður Vals, Píeta samtökin og afhentu þeim rúmar 450.000kr. Upphæðin safnaðist í kringum æfingaleik liðanna sem fram fór á Kópavogsvelli sunnudaginn 31.maí. Allur aðgangseyrir rann til styrktar þessa góða málefnis. Þess má geta að leikmenn og starfsteymi beggja liða borguðu sig inn á leikinn […]

Góður Árangur Blika á vormóti Fjölnis

Fyrsta frjálsíþróttamót utanhússtímabilsins fyrir 11-15 ára fór fram í Kaplakrika í dag. Breiðablik mætti með glæsilegt 30 manna keppnislið. Keppendur Breiðabliks okkar unnu flest gullverðlaun á mótinu í dag, tíu talsins. Auk þess unnu þau fimm silfurverðlaun og átta brons. Mikið var um bætingar og góð stemning í hópi keppenda og áhorfenda. Sumarið byrjar vel.

Breiðablik – Valur (Styrktarleikur)

Næstkomandi sunnudag, þann 31.maí, munu Breiðablik og Valur (mfl kk) mætast í góðgerðarleik á Kópavogsvelli kl.18:00. Mjög takmarkað magn miða í boði! Einungis verður selt í tvö hólf og því verða aðeins 400 miðar í boði. Öll miðasala fer fram í gegnum tix.is. Smelltu hér fyrir miðasölu. Miðinn kostar 1.000kr og rennur allur ágóði af […]

4.maí – Íþróttastarf hefst aftur

Ágætu iðkendur og forráðamenn Breiðabliks Æfingar barna og ungmenna hefjast að nýju í dag, mánudaginn 4. maí. Við höfum verið að nýta síðustu daga í að skipuleggja fyrirkomulag æfinga. Eins og fram hefur komið eru engar fjöldatakmarkanir iðkenda í íþróttastarfi barna á leik- og grunnskólastigi svo æfingar verða með eðlilegum hætti þar. Einhverjar breytingar eru […]