Fundurinn verður haldinn á 2.hæð (miðhæð) í stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl. 17:30.Dagskrá:
6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál
Allir félagsmenn knattspyrnudeildar, 18 ára og eldri eru kjörgengir og geta boðið sig fram til setu í stjórn eða ráðum.
Skriflegu framboði skal skila til Tönju Tómasdóttur framkvæmdastjóra félagsins á netfangið tanja@breidablik.is, að lágmarki viku fyrir boðaðan aðalfund eða í síðasta lagi kl. 17:30 miðvikudaginn 19. mars 2025.
Að öðru leyti vísast í lög félagsins sem finna má á heimasíðu Breiðabliks, breidablik.is.
Í kjölfar aðalfundar verður skipað í þau ráð sem heyra undir stjórn Knattspyrnudeildar þ.e. meistaraflokksráð karla og kvenna auk barna- og unglingaráðs.
Við hvetjum áhugasama að hafa samband við Ísleif Gissurarson, deildarstjóra barna- og unglingasviðs, á netfangið isleifur@breidablik.is og Eyjólf Héðinsson, deildarstjóra meistaraflokka, á netfangið eyjolfur@breidablik.is ef áhugi vaknar á að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi innan félagsins.