Síðastliðinn laugardag var 101. héraðsþing UMSK haldið í hátíðarsal HK í Kórnum. Breiðablik átti sína fulltrúa á þinginu og voru nokkrir af þeim heiðraðir. Ásgeir Baldurs, formaður aðalstjórnar Breiðabliks og Pétur Hrafn Sigurðsson, stjórnarmaður í aðalstjórn, voru sæmdir starfsmerki UMFÍ. Silfurmerki ÍSÍ hlutu Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar og Viktoría Gísladóttir í sunddeild Breiðabliks. Þá hlaut blikinn Pétur Ómar Ágústsson gullmerki ÍSÍ.