Íslandsmótið í sparring/bardaga fór fram í gær í Keflavík.
Taekwondodeild Breiðabliks sendi vaska sveit til leiks á mótið sem gerði sér lítið fyrir og sótti þrjú verðlaun.
Karítas vann til gullverðlauna(fyrir miðri mynd) á meðan Bjarki(annar frá vinstri) og Axel(annar frá hægri) unnu til silfurverðlauna.
Á myndinni eru einnig hinir frábæru þjálfarar verðlaunahafanna, annarsvegar Karítas(lengst til vinstri) og hinsvegar Valgeir(lengst til hægri).
Glæsilegur árangur hjá þessum ungu og efnilegu taekwondoiðkendum!