Vott ei helgi

Mikið var þetta ótrúlega gaman. Fyrir utan hvað það er yndislegt að stinga sér og keppa. Þá er orkan og gleðin í þessum hóp í einhverju öðru eða þriðja veldi 🤩
Ég er ekkert smá stoltur og meir yfir þátttöku og árangri helgarinnar. Fólk braut perósnulega múra, bætti sína tíma og ég tala nú ekki um öll garpametin sem voru slegin. En samtals tók Breiðablik 29 eistaklingsmet og 6 boðsundsmet 🏆
Ég fór inn í mótið með hófstilltar væntingar varðandi að ná að halda bikarnum heima.. við vorum bæði með mun færri einstaklinga og færri stungur en SH (Breiðablik 68 – SH 97). En liðið sýndi svo sannarlega hvað í því býr, við vorum í bullandi séns allan tímann og létum SHingana heldur betur svitna og hafa fyrir þessum sigri.
Tilfinningin innra með mér er sú að Breiðablik kom út á toppnum eftir þessa helgi. Orkan, gleðin, samheldnin og keppnisskapið. Kristallaðist svo allt í pottinum eftir mótið, augnablik sem er að eilifu vistað í hjartanu 💚
Til hamingju öll 🥳og takk kærlega fyrir mig 🙏😘
💚 Áfram Breiðablik 💚