Laugardaginn 3 maí 2025 lögðu Blikar land undir fót og skelltu sér til Vestmannaeyja. Rúmlega 30 Blikar tóku þátt í Puffin run sem haldið var í 8. skipti og var met þátttaka.

Veðrið spillti ekki fyrir og sólin skein á hlaupara allan daginn og fram á kvöld. Eftir hlaupið fór hópurinn saman út að borða en skemmtinefndin sá um allt utanumhald.

Stefnt er að endurtaka leikinn að ári og búið að bóka borð fyrir árið 2026.

Áfram Blikar