Aðalfundur Breiðabliks fór fram í Smáranum í dag. Fundurinn var settur kl. 17.30 og stóð í rúma klukkustund. Mæting á fundinn var góð þótt úti væri veðurblíða.

Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var fundarstjóri Guðmundur G Sigurbergsson og Pétur Hrafn Sigurðsson var fundarritari. Ásgeir Baldurs, formaður félagsins, fór yfir starfið á árinu og í kjölfarið var gerð grein fyrir ársreikningi félagsins fyrir árið 2024. Að lokinni yfirferð var hann borinn upp til samþykktur og var hann samþykktur samhljóða.  Þá voru kynntar tillögur að breytingum á lögum félagsins sem voru samþykktar með tveimur breytingatillögum.

Næst á dagskrá voru kosningar og var sitjandi formaður félagsins, Ásgeir Baldurs, endurkjörinn til eins árs. Pétur Hrafn Sigurðsson var að auki endurkjörinn í stjórn félagsins ásamt Elmu Björk Bjartmarsdóttur og Ingva Þór Geoorgssyni sem koma ný inn í stjórn. Rakel Ásgeirsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og er henni þakkað fyrir frábær störf.

Eftirtaldir hlutu heiðursviðurkenningu á aðalfundinum:

Silfurblikar:
Björgvin Ingvason, knattspyrnudeild

Hafsteinn Guðnason, körfuknattleiksdeild

Hekla Pálmadóttir, knattspyrnudeild

Hilmar Jökull Stefánsson, knattspyrnudeild

Hlín Sveinsdóttir, körfuknattleiksdeild

Jón Bjarni Bragason, frjálsíþróttadeild

Rakel Ásgeirsdóttir, aðalstjórn

Sindri Þór Sigurðsson, knattspyrnudeild

Gullblikar:
Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir, frjálsíþróttadeild

Bjarni Bergsson, knattspyrnudeild

Borghildur Sigurðardóttir, knattspyrnudeild

Kristján Gunnar Ríkharðsson, knattspyrnudeild

Stefán Ragnar Jónsson, frjálsíþróttadeild

Þá veitti Guðmundur Sigurbergsson, formaður UMSK, Áslaugu Pálsdóttur Ragnheiðardóttur og Ásgeiri Baldurs, silfurmerki UMSK.

Að heiðursveitingum lokinni var orðið laust, enginn tók til máls og tók nýkjörinn formaður orðið og sleit fundi.

 

Ársskýrsla félagsins fyrir árið 2024 hefur verið gefin út og má nálgast hana hér.