Sóley og Höskuldur eru Íþróttafólk Breiðabliks 2024

Íþróttahátíð Breiðabliks fór fram gær, þriðjudaginn 7.janúar í veislusal félagsins.

Smellið hér til að horfa á upptöku af hátíðinni.

Myndir frá hátíðinni má sjá neðst í fréttinni.

Um er að ræða árlegan viðburð sem haldinn er í boði aðalstjórnar Breiðabliks og hefur það markmið að sameina allar deildir félagsins eina góða kvöldstund, gera undanförnum árangri hátt undir höfði ásamt því að heiðra þá sem mest hafa þótt skara fram úr.

Ásgeir Baldurs, formaður Breiðabliks, setti hátíðina áður en að Arnór Daði, íþróttastjóri félagsins, kynnti hverja viðurkenninguna á fætur annarri.

Byrjað var á að verðlauna karl og konu úr flestum deildum áður en að Deildar-, Þjálfara, Afreks- og Félagsmálabikarinn voru afhentir. Að lokum voru úrslitin úr kosningunni á Íþróttakonu og -karli Breiðabliks kunngjörð en þar fær hver deild innan félagsins eitt atkvæði ásamt aðalstjórn og íþróttastjóra.

Það er skemmst frá því að segja Sóley Margrét Jónsdóttir úr kraftlyftingardeildinni var kjörin Íþróttakona Breiðabliks þriðja árið í röð og Höskuldur Gunnlaugsson úr knattspyrnudeildinni var kjörinn Íþróttkarl Breiðabliks.

Breiðablik óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju en lista yfir þá aðila má sjá hér fyrir neðan:

Frjálsíþróttakona – Birna Kristín Kristjánsdóttir

Frjálsíþróttakarl – Þorleifur Einar Leifsson

Hjólreiðakona – Björg Hákonardóttir

Hjólreiðakarl – Ingvar Ómarsson

Hlaupakona – Þorgerður Tómasdóttir

Hlaupakarl – Thijs Kreukels

Karatekona – Una Borg Garðarsdóttir

Karatekarl – Tómas Aron Gíslason

Knattspyrnukona – Ásta Eir Árnadóttir

Knattspyrnukarl – Höskuldur Gunnlaugsson

Kraftlyftingarkona – Sóley Margrét Jónsdóttir

Kraftlyftingarkarl – Alexander Örn Kárason

Körfuknattleikskarl – Sölvi Ólason

Skákkarl – Vignir Vatnar Stefánsson

Sundkona – Freyja Birkisdóttir

Sundkarl – Przemyslaw Pulawski

Þríþrautarkona – Guðlaug Edda Hannesdóttir

Þríþrautarkarl – Sigurður Örn Ragnarsson

*Rafíþrótta-, taekwondo- og skíðadeildin tilnefndu engan í ár ásamt því að skák- og körfuknattleiksdeildin tilnefndi ekki konu að þessu sinni.

Deildarbikar – Knattspyrnudeildin

Þjálfarabikar – Auðunn Jónsson úr Kraftlyftingardeildinni

Afreksbikar – Meistaraflokkur í knattspyrnu (bæði karla og kvenna)

Félagsmálabikar – Sigþór Samúelsson úr Karatedeildinni

Íþróttakona – Sóley Margrét Jónsdóttir úr Kraftlyftingardeildinni

Íþróttakarl – Höskuldur Gunnlaugsson úr Knattspyrnudeildinni

Smellið hér til að lesa texta um alla verðlaunahafa hátíðarinnar í ár.

Smellið hér til að lesa ávarp Ásgeir Baldurs við setningu hátíðarinnar.

Smellið hér til að skoða glærukynningu hátíðarinnar.