Framfarir, hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara, veitti á dögunum Patreki Ómari Haraldssyni frjálsíþróttamanni hjá Breiðablik, viðurkenningu vegna framfara 2024 í piltaflokki. Patrekur bætti sig mest milli ára í 800m innanhúss þegar hann hljóp á 2:04.70 mín. sem var bæting um rétt rúmar 13 sek. Patrekur hlaut 50.000 kr. styrk og viðurkenningarskjal fyrir afrek sitt frá Framförum og um leið og við þökkum félaginu fyrir þessa miklu viðurkenningu óskum við Blikanum okkar innilega til hamingju með afrekið.