Fresturinn til að sækja vinninga í Jólahappdrætti Breiðabliks rann út 17. mars sl.

Vegna fjölda ósóttra vinninga lengum við frestinn til 30. apríl n.k. Við hvetjum alla sem tóku þátt að yfirfara miðana sína og nálgast vinninga sem fyrst.

Hægt er að vitja vinninga milli klukkan 11 og 13 alla virka daga á skrifstofu Breiðabliks. 

Við mælum samt með að senda fyrst póst á breidablik@breidablik.is því að sumir vinningar eru sóttir á aðra staði eða eru jafnvel rafræn gjafabréf.

 

Smellið hér til að skoða vinningaskrána.