Coca- Cola á Íslandi og aðalstjórn Breiðabliks endurnýjuðu nýlega samstarfssamning sinn og var hann undirritaður í stúkunni á Kópavogsvelli fyrir opnunarleik Bestu deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn sl.  Elma Bjartmarsdóttir, vörumerkjastjóri Coca- Cola, og Tanja Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Breiðabliks skrifuðu undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu 5 ára. CCEP hefur verið einn stærsti bakhjarl Breiðabliks undanfarin ár og hefur samstarfið gengið einstaklega vel.

„Við hjá Breiðablik erum mjög ánægð með áframhaldandi samstarf við Coca- Cola á Íslandi.   Samstarfið hefur gengið vel og hafa þau stutt vel við bakið á okkur í gegnum árin. Við þökkum þeim innilega fyrir þann áhuga og stuðning sem þau sýna starfinu hjá Breiðablik og hlökkum til að efla samstarfið enn frekar,“ sagði Tanja Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Breiðabliks.

 

,,Við hjá Coca-Cola erum einstaklega glöð að hafa endurnýjað samstarfssamning við Breiðablik. Við höfum átt farsælt samstarf til fjölda ára og erum því gríðarlega spennt fyrir áframhaldandi stuðningi og samstarfi við eitt stærsta og öflugasta íþróttafélag landsins. Coca-Cola er bæði ljúft og skylt að styðja við íþróttastarf og byggja undir lýðheilsu í landinu,  við sjáum það sem okkar samfélagslegu ábyrgð að leggja íþróttafélögum um allt land lið eins og kostur er. Framtíðin er björt, saman munu Breiðablik og Coca-Cola vinna stóra sigra.” Segir Elma Bjartmarsdóttir vörumerkjastjóri Coca-Cola.