Hefur þú áhuga á að styrkja Breiðablik og um leið fá aðgang að úrvals íþróttaefni?

Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsí Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar.

Stöð 2 Sport mun að því miði afhenda hverju félagi í Pepsí Max deildum 645 áskriftir að Stöð 2 Sport Ísland, sem veitir aðgengi að umfjöllun Stöðvar 2 Sports um íslenskar íþróttir.

Með því að kaupa áskrift styrkir þú Breiðablik og færð um leið aðgang að úrvals íþróttaefni.

Hver seld áskrift færir Breiðabliki hreinar tekjur upp á 6.470kr.

Muna að velja Breiðablik undir “Íþróttafélag”.

Ákveðið hefur verið að framlengja sölutímabil áskrifta til 22.maí

Athugið: þó svo að þú sért nú þegar áskrifandi að Stöð2Sport þá er samt hægt að styrkja Breiðablik.

Eina sem þú þarft þá að gera er að haka í reitinn “Er áskrifandi að Stöð 2 Sport en hef áhuga á að styrkja mitt íþróttafélag með 6 mánaða bindingu.”

Smellið hér til að styrkja Breiðablik

Verðið er ekki nema 3.990 krónur á mánuði til 1.desember 2020.

Meðal efnis sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport Ísland á því tímabili er að óbreyttu eftirfarandi:

Pepsí Max deildin (kk og kvk)
Mjólkurbikar (kk og kvk)
Þjóðadeildin
Umspil fyrir EM 2021 karla
Undankeppni EM 2022 kvenna
Olís deildin í handbolta (kk og kvk)
Domino’s deildin í körfubolta (kk og kvk)