Næstkomandi sunnudag, þann 31.maí, munu Breiðablik og Valur (mfl kk) mætast í góðgerðarleik á Kópavogsvelli kl.18:00.

Mjög takmarkað magn miða í boði!
Einungis verður selt í tvö hólf og því verða aðeins 400 miðar í boði.

Öll miðasala fer fram í gegnum tix.is. Smelltu hér fyrir miðasölu.
Miðinn kostar 1.000kr og rennur allur ágóði af miðasölu til Píeta samtakanna.

ATH: sama miðaverð fyrir alla, bæði börn og fullorðna, á þennan góðgerðarleik.

Tvær flugur í einu höggi!
Sjáðu flottan fótbolta og styrktu gott málefni í leiðinni.

Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook.

Hlökkum til að sjá ykkur á Kópavogsvelli á sunnudaginn.

Breiðablik, Valur og Píeta samtökin.