fbpx

Íþróttaskóli Breiðabliks er starfræktur á veturna í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum og er markmið hans að bjóða börnum á aldrinum 2-5 ára upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið af þroskaþáttum barna. Við komum til með að vinna á stöðvum með fjölbreyttu hreyfiálagi þar sem börnin hafa kost á að svala hreyfiþörf sinni í jákvæðu og hlýlegu umhverfi. Vorönn hefst 5. febrúar 2022 í íþróttahúsinu Smáranum. Í ljósi aðstæðna er aðeins einn fylgdarmaður leyfður með hverju barni og grímuskylda fyrir fullorðna.

Mætið stundvíslega þannig að börnin séu tilbúin á tilsettum tíma:

2-3 ára – laugardögum kl. 09:00 – 09:45
3-5 ára – Laugardögum kl. 10:00 – 10:45

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Breiðabliks. Sími: 441 8900 Netfang: breidablik@breidablik.is

Einnig er ágætt að fylgjast með Facebook síðu skólans: Facebooksíða Íþróttaskóla Breiðabliks

Dagskrá vorið 2022

5. febrúar í Smáranum
12. febrúar – Ratleikur í Kópavogsdal
19. febrúar í Smáranum
26. febrúar í Smáranum
5. mars í Smáranum
13. mars í Íþróttahúsi Kársnesskóla við Holtagerði – ATHUGIÐ að þetta er sunnudagur
20. mars í Íþróttahúsi Kársnesskóla við Holtagerði – ATHUGIÐ að þetta er sunnudagur
27. mars í Íþróttahúsi Kársnesskóla við Holtagerði – ATHUGIÐ að þetta er sunnudagur
3. apríl í Íþróttahúsi Kársnesskóla við Holtagerði – ATHUGIÐ að þetta er sunnudagur
9. apríl í Smáranum
16. apríl – Páskafrí
23. apríl í Smáranum
30. apríl í Smáranum

Forráðamenn sem keypt hafa 5 eða 10 skipta kort skulu sýna kvittun í símanum frá Sportabler í fyrsta tíma og fá klippikortið afhent í afgreiðslu Smárans. Tvö eða fleiri börn geta notað sama klippikortið.

Það er mjög mikilvægt að okkar mati að börnin finni þörf til þess að hreyfa sig og að þeim líði vel inni í íþróttasalnum. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að staðgóð grunnþjálfun þar sem áhersla er lögð á alhliða líkams- og hreyfiþroska og jákvætt umhverfi hefur mjög mikla og jákvæða þýðingu fyrir einstaklinginn þegar fram í sækir. Íþróttaskólinn er tilvalinn vettvangur til þess að undirbúa börnin fyrir hinar hefðbundnu íþróttagreinar. Hlökkum til að sjá ykkur!