Íþróttaskóli Breiðabliks

er starfræktur á veturna í íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum og er markmið hans að bjóða börnum á aldrinum 18 mánaða til 5 ára upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið af þroskaþáttum barna. Við komum til með að vinna á stöðvum með fjölbreyttu hreyfiálagi þar sem börnin hafa kost á að svala hreyfiþörf sinni í jákvæðu og hlýlegu umhverfi.

Það er mjög mikilvægt að okkar mati að börnin finni þörf til þess að hreyfa sig og að þeim líði vel inni í íþróttasalnum. Rannsóknir hafa líka sýnt fram á að staðgóð grunnþjálfun þar sem áhersla er lögð á alhliða líkams- og hreyfiþroska og jákvætt umhverfi hefur mjög mikla og jákvæða þýðingu fyrir einstaklinginn þegar fram í sækir. Íþróttaskólinn er tilvalinn vettvangur til þess að undirbúa börnin fyrir hinar hefðbundnu íþróttagreinar. Hlökkum til að sjá ykkur!


Smellið hér til að kaupa klippikort(gömul kort gilda líka áfram) – þau kort sem eru merkt #2 eru fyrir þau sem eru að kaupa í annað sinn þennan vetur.

Í vetur verður notast við Sideline(XPS) kerfið til að borga/skrá og fylgjast með æfingum. Notkun á sportabler hefur verið hætt. Nánari upplýsingar varðandi notkun á nýja kerfinu/appinu verða birtar á facebooksíðu skólans á næstu dögum.

Forráðamenn sem keypt hafa 5 eða 10 skipta kort skulu sýna kvittun í fyrsta tíma og fá þá klippikortið afhent hjá starfsfólki íþróttaskólans.
Athugið: Mæta þarf með klippikortin í alla tímana.
Klippikortin má alveg endilega nota fyrir fleiri en eitt barn.
Týnt/glatað kort fæst ekki bætt.


Mætið stundvíslega þannig að börnin séu tilbúin á tilsettum tíma:

Laugardögum kl. 09:00 – 09:50 /// Börn fædd 2021, 2020 og þau sem hafa náð 18 mánaða aldri (2022)
Laugardögum kl. 10:00 – 10:50 /// Börn fædd 2019 og 2018

Hægt er að hafa samband í gegnum Facebook síðu skólans fyrir nánari upplýsingar og aðstoð : Facebooksíða Íþróttaskóla Breiðabliks


Dagskrá* veturinn 2023-2024: 

9. sept – Smárinn

16. sept – Smárinn

23. sept – Smárinn

30. sept – Ratleikur í Kópavogsdal

7. okt – Smárinn

14. okt – Smárinn

21. okt – Smárinn

28. okt – Smárinn

4. nóv – Smárinn

11. nóv – Smárinn

18. nóv – Smárinn

25. nóv – Smárinn

2. des – Kársnes?

9. des – Smárinn

Jólafrí

6. jan – Smárinn

13. jan – Smárinn

20. jan – Smárinn

27. jan – Smárinn

3. feb – Kársnes?

10. feb – Smárinn

17. feb – Smárinn

24. feb – Smárinn

2. mars – Smárinn

9. mars – Smárinn

16. mars – Smárinn

Páskafrí

6. apríl – Smárinn

13. apríl – Smárinn

20. apríl – Smárinn

 

 

 

 

 

*Dagskrá getur tekið breytingum