Íþróttavagn

Kæru iðkendur og foreldrar!

Íþróttavagninn!

Nýja tímaáætlunin sem átti að hefjast í dag þriðjudaginn 18.september hefur verið uppfærð eftir margar ábendingar til íþróttafélaganna og frístundaheimila um helgina. Eftir mikla yfirlegu og púsluspil verður byrjað að keyra eftir NÝJU plani í dag, þriðjudaginn 18.september. Planið tekur mið af skólalokum 1.-4.bekkjar í grunnskólum Kópavogs. Að sjálfsögðu er eldri nemendum frjálst að nýta bílinn passi taflan við þeirra frístundir og pláss er í bílunum.

Það er ljóst að aldrei næst að búa til hina fullkomnu aksturáætlun en það er trú okkar að þessi sem hér birtist komist eins nálægt því og hægt er. Íþróttafélögin og forstöðumenn frístundaheimila og skólasvið Kópavogsbæjar hafa unnið náið saman síðastliðinn sólarhring og var ákvörðun um að keyra þetta nýja plan tekin í fullu samráði.

Um áramótin verður staðan tekin á verkefninu. Við þökkum foreldrum, forráðamönnum og starfsmönnum íþróttafélaganna sem og frístundaheimilanna þolinmæðina með von um gott samstarf í vetur.

Bæjarlína 1

Ferð 0 Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3
Kársnesskóli Vallargerði 13:45 14:50 15:30
Kópavogsskóli 13:50 14:55 15:35
Fagrilundur 14:00 15:05 15:45
Skálaheiði Digranesi 14:05 15:10 15:50
Smárinn Fífa 14:13 15:18 15:58
Smárinn Smáraskóli 14:15 15:20 16:00
Lindaskóli 14:20 15:25 16:05
Salaskóli 13:40 14:25 15:30 16:10
Hörðuvallaskóli Strætóstoppistöð 13:42 14:28 15:33 16:13
Kórinn 13:45 14:30 15:35 16:15
Vatnsendaskóli 13:50 14:35 15:40 16:20

Bæjarlína 1 – Ferð 0*

Ferð 0 Ferð 0 Ferð 0 Ferð 0 Ferð 0
Mán Þri Mið Fim Fös
Kársnesskóli Vallargerði 13:27 13:27
Fagrilundur 13:20 13:15
Lindaskóli 13:35 13:35 13:35
Salaskóli 13:40 13:40 13:40 13:40 13:40
Hörðuvallaskóli Strætóstoppistöð 13:42 13:42 13:42 13:42 13:42
Kórinn 13:45 13:45 13:45 13:45 13:45
Vatnsendaskóli 13:50 13:50 13:50 13:50 13:50
*ATH að ferð 0 leggur af stað á mismunandi tímum eftir dögum.

Bæjarlína 2

Ferð 0 Ferð 1 Ferð 2 Ferð 3
Vatnsendaskóli 13:50 14:40 15:45
Kórinn 13:55 14:45 15:50
Hörðuvallaskóli Strætóstoppistöð 14:05 14:46 15:51
Salaskóli 14:10 14:50 15:55
Lindaskóli 14:15 14:55 16:00
Smárinn Fífa 14:20 15:00 16:05
Smárinn Smáraskóli 14:22 15:02 16:07
Skálaheiði Digranes 14:30 15:10 16:15
Fagrilundur 14:35 15:15 16:20
Kópavogsskóli 14:45 15:25 16:25
Kársnesskóli Vallargerði 14:50 15:30 16:30

Íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK hafa fyrir tilstilli SÍK sameinast um frístundavagn fyrir iðkendur sína í samstarfi og með stuðning frá Kópavogsbæ. Þetta er mikið gleðiefni og munu vagnarnir hefja akstur næstkomandi mánudag þann 3.september. Vagnarnir verða ekki merktir neinu félagi heldur er öllum frjálst að nýta þá óháð félagi. Teitur Jónasson mun annast þennan akstur og verður þetta verkefni keyrt á þennan hátt til reynslu í tvo mánuði. Á þessum tíma má búast við einhverjum hnökrum sem verður reynt að leysa hratt og vel með öryggi barnanna í fyrirrúmi. Íþróttafélögin þakka Markaðsstofu Kópavogs, SÍK, starfsmönnum Kópavogsbæjar sem og bæjarfulltrúum fyrir veitta aðstoð og jákvæðar undirtektir.

Fyrir hönd Breiðabliks, Gerplu og HK

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks
Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Gerplu
Hanna Carla Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri HK

Við hvetjum ykkur foreldra til að koma skilaboðum til viðkomandi dægradvalar ef barnið á að nota vagninn og velja þá ferð sem hentar best þannig að börnin þurfi að bíða sem styst fyrir æfingu.

Starfsmenn verða í báðum bílum svo börnin eru ekki ein í rútunni.

Með von um að aukin þjónusta frístundavagna nýtist sem flestum og samstarfið verði farsælt!