fbpx

Íþróttavagn

Frístundaakstur Kópavogs veturinn 2023-24 hefur akstur 4. september

Tíma- og leiðaráætlun 2023-2024 (sama plan og síðasta vetur 22-23)

ATHUGIÐ – Engin akstur á föstudögum í vetur

Best er að skrá börnin í vagnana í gegnum Völuna og frístund hvers skóla, þá mun starfsfólk sjá til þess að þau börn skili sér alveg öruglega í rétta vagna og á réttum tíma.


Rauði bílinn S:621-4107 (Óskilamunir úr Rauða vagninum eru settir í Versali (Gerplu)

Græni bílinn S:621-4108 (Óskilamunir úr Græna vagninum eru settir í Kórinn (HK)

Hér má sjá myndir af óskilamunum úr Græna og Bláa bílnum sem er skilað í Kórinn: HK Kórinn Tapað/fundið NÝR HÓPUR!! | Facebook

Blái bílinn S:621-4120 (Óskilamunir úr Bláa vagninum eru settir í Kórinn (HK)

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn komi upplýsingum til frístundaheimilanna eða skólans ef barnið þeirra á að taka bílinn á æfingu og þá hvaða lit og klukkan hvað. Starfsmenn frístundaheimilanna hafa verið duglegir að fylgja börnunum út á stoppustöð og þegar í bílinn er komið er það starfsmaður hans sem tekur við barninu og aðstoðar það við að fara út á réttum stað.

Bílarnir eru þrír og eru merktir með þremur mismunandi litum í framrúðunni. Þannig geta börnin þekkt sína rútu eftir litnum. Hver bíll fer tvær ferðir á dag. Ekki er gert ráð fyrir því að bíllinn aki börnunum til baka á frístundaheimilin að lokinn æfingu og eru börnin því á ábyrgð foreldra eftir að æfingu lýkur. Starfsmenn verða í bílunum til að aðstoða börnin við að fara á réttan æfingastað.

Fyrirspurnir varðandi frístundaaksturinn skulu sendar á arnordadi@breidablik.is

Ef heyra þarf beint í rútufyrirtækinu/bílstjórum þá skal haft samband við TREX.

Við hlökkum til að eiga gott samstarf og vonumst til að vagninn nýtist sem flestum í vetur.

ATH: Bílarnir eru ætlaðir börnum í 1. – 4. bekk.

ÖLL börn í 1. – 4. bekk hafa rétt á að nýta sér bílanna, hvort sem þau eru skráð í frístund eða ekki.