Sumarnámskeið Breiðabliks 2019

 

Í sumar býður Breiðablik upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára í Smáranum og Fagralundi. Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn fædd á árunum 2007 til 2013 og verður skipulögð dagskrá frá kl. 9.00-16.00 alla virka daga.

Boðið verður upp á;

 • Ævintýranámskeið
 • Frjálsíþróttanámskeið
 • Knattspyrnunámskeið
 • Körfuboltanámskeið
 • Karatenámskeið
 • Skáknámskeið
 • Sundnámskeið
 • Hjólreiðanámskeið (Einungis ætlað börnum f. 2007-2009, námskeiðin eru í Smáranum)

 

 

Tímatafla og staðsetning námskeiða

 

SMÁRINN

Vika 24 25 26 27 28-29 30 31 32 33
Dags. 11.06-14.06 18.06-21.06 24.06-28.06 01.07-05.07 SUMARLEYFI 22.07-26.07 29.07-02.08 06.08-09.08 12.08-16.08
Ævintýranámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Frjálsíþróttanámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Körfuboltanámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Karatenámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Skáknámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Knattspyrnunámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Hjólreiðanámskeið (árg. 2007-2009) 9-12 9-12

  

FAGRILUNDUR

 

Vika 2 25 26 27 28 29 30 31
Dags. 11.06-14.06 18.06-21.06 24.06-28.06 01.07-05.07 08.07-12.07

 

15.07-19.07 22.07-26.07

 

29.07-02.08
Ævintýranámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Frjálsíþróttanámskeið 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12 9-12
Körfuboltanámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
Knattspyrnunámskeið 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16 13-16
 

Verðskrá

Verð fyrir eina viku Verð kr.
Námskeið 1/2 dagur (3 klst.) 7.300
Hádegismatur 3.700
Gæsla 1 klst. á dag 2.000
 
 • Sama verð er á öll námskeiðin og hægt er að velja um hálfan dag eða heilan dag.
 • Þegar heilsdagsnámskeið er valið er hægt að blanda saman tveimur mismunandi námskeiðum.
 • Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti en það er einn nestistími á hverju námskeiði.
 • Í Smáranum er hægt að kaupa heitan mat í hádeginu og gæslu frá 8.00-9.00 og 16.00-17.00.
 • Ekki er boðið upp á mat eða gæslu í Fagralundi

 

*Félagið áskilur sér rétt til að sameina námskeið eða færa þau milli staða ef ekki næst lágmarks þátttaka. Félagið áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu á námskeið ef hámarksfjölda er náð, hámarksfjöldi er mismunandi eftir námskeiðum.

 

Hægt verður að skrá börn á námskeið og í gæslu frá og með 2. maí en allar upplýsingar um skráningarferlið er að finna á heimasíðu Breiðabliks – Skrá iðkanda í sumarnámskeið

 

Yfirumsjón með námskeiðunum hefur Sóllilja Bjarnadóttir, félagsfræðingur og landsliðskona í körfuknattleik.

 

Lýsing á námskeiðum:

Á Fótbolta-,Frjálsíþrótta-, Karate-, Körfubolta-, Sund- og Skáknámskeiðum verða undirstöðuatriði greinanna kynnt fyrir iðkendum í bland við skemmtilega leiki sem henni tengjast.

Á Ævintýranámskeiðunum verður farið í ýmislega leiki, íþróttir, göngutúra og fjöruferðir svo eitthvað sé nefnt.

Hjólareiðanámskeið eru ætlað börnum fæddum 2007-2009 og er hámarksfjöldi 15 manns. Dagskrá hjólreiðanámskeiðsin er eftirfarandi:

Mánudagur: Hjólaði inn í Elliðaárdal, stígarnir kannaðir og farið yfir helstu hjólreiðareglur s.s. hvernig hjóla á í hóp, stöðva, hætta framundan, hola í vegi, o.s. frv.

Þriðjudagur:Hjólaði yfir á Ylströndina í Reykjvík, upp í Öskjuhlíð þar sem fjallahjólastígarnir eru prófaðir, farið upp í Perlu þar sem nestið er borðað.

Miðvikudagur: Hjólað inn í Garðabæ, umhverfis Vífilstaðavatn þar sem nestið er borðað, að því loknu er hjólað niður í Garðaskóla þar sem pump track brautin er prófuð.

Fimmtudagur: Hjólað út á Gróttu þar sem nestið er borðað.

Föstudagur: Hjólað út á Ylströndina í Reykjavík þar sem börnin geta buslað í fjörunni og kennararnir grilla ofan í þau (þáttakanendur koma með 2x pylsur og brauð).

 

**Sundnámskeið

 

Sunddeild Breiðabliks býður í sumar upp á sundnámskeið í Sundskóla Breiðabliks í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki í laug. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa.

Sjá nánar á  http://breidablik.is/sund/sumar-sundnamskeid/