Sumarnámskeið Breiðabliks 2022

Breiðablik býður upp á íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára(fædd 2010-2016) í allt sumar.

Flest námskeiðin fara fram í Smáranum og Fagralundi nema auðvitað sundnámskeiðin sem fram fara í Kópavogs- og Salalaug ásamt því að rafíþróttanámskeiðin fara fram í Arena(Smáratorgi).

Á námskeiðunum verða undirstöðuatriði hverrar greinar kynnt í bland við skemmtilega leiki.

Á ævintýranámskeiðinu verða ýmsar íþróttir prófaðar, farið í skemmtilega leiki og jafnvel stuttar ferðir.

Með því að smella á eftirfarandi námskeið þá opnast skráningarsíðan(sportabler) og þar má sjá allar mögulegar dagsetningar og verð:

*Sund- og rafíþróttanámskeiðin eru með aðeins öðru sniði(annað verð, aðrar staðsetningar og fl.)

Verðskrá fyrir eina viku (á ekki við um sund og rafíþróttir)
Verð kr.
Námskeið 1/2 dagur (3 klst.)
7.500 (4 daga vika kostar 6.000kr)
Hádegismatur (Einungis í Smáranum)
4.000
Gæsla 1 klst. á dag (Einungis í Smáranum)
2.000

Námskeiðin í Smáranum 

Mæting í íþróttasal Smárans á slaginu, nema knattspyrnunámskeiðið sem kemur saman í tengibyggingunni við Fífuna.
Í íþróttasalnum ættu börnin að sjá merkingu fyrir sitt námskeið.
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn láti leiðbeinanda viðkomandi námskeiðs vita að barnið er mætt.
Leiðbeinendur mæta 5 mínútum áður en námskeiðin byrja.

Að gefnu tilefni er ekki leyfilegt að mæta hálftíma fyrir námskeiðið og skilja barnið sitt eftir í Smáranum né sækja það of seint.
Ef þörf er á því að mæta snemma með barnið eða sækja það seint þá skal barnið skráð í gæslu klukkan 8:00-9:00, 12:00-13:00(hádegismatur) og/eða 16:00-17:00 en gæslan/maturinn er í veitingasal Smárans á 2.hæð.
Ef barnið er á öðru námskeiði eftir hádegi þá mælum við með því að skrá barnið í hádegismat því að þá er barninu fylgt í mat, síðan í gæslu og að lokum á næsta námskeið eftir hádegi.
Börn sem lokið hafa námskeiði/gæslu bíða í anddyri Smárans eftir því að verða sótt.

Smárinn
Smárinn
Námskeið
13. – 16. júní (4)20. – 24. júní27. júní – 1. júlí
4.- 8. og 11. – 15. júlí
18. – 22. júlí
25. – 29. júlí
2. – 5. ágúst (4)8. – 12. ágúst
15. – 19. júlí
ÆvintýraKlukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Frí

Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Lokað vegna framkvæmda. Námskeið verða í boði i Fagralundi.Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Frjálsar
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
FríKlukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Lokað vegna framkvæmda. Námskeið verða í boði i Fagralundi.Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Karate
Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
FríKlukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Lokað vegna framkvæmda. Námskeið verða í boði i Fagralundi.Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Skák
Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
FríKlukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Lokað vegna framkvæmda. Námskeið verða í boði i Fagralundi.Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Körfubolti
Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
FríKlukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
Lokað vegna framkvæmda. Námskeið verða í boði i Fagralundi.Klukkan:
9-12
Klukkan:
9-12
KnattspyrnaKlukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
FríKlukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Lokað vegna framkvæmda. Námskeið verða í boði i Fagralundi.
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16

Námskeiðin í Fagralundi

Mæting í innganginn í Fagralundi(2.hæð við bílastæðið) á slaginu, nema körfuboltanámskeiðið sem kemur saman í íþróttasalnum niðri í Fagralundi(1.hæð).
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn láti leiðbeinanda viðkomandi námskeiðs vita að barnið er mætt.
Leiðbeinendur mæta 5 mínútum áður en námskeiðin byrja.

Að gefnu tilefni er leyfilegt að mæta hálftíma fyrir námskeiðið og skilja barnið sitt eftir í Fagralundi.
Börn sem lokið hafa námskeiði bíða í innganginum í Fagralundi(2.hæð) eftir því að verða sótt.

*UPPFÆRT – vikuna 2. – 5. ágúst verður opið í Fagralundi þar sem Smárinn verður lokaður vegna framkvæmda. Öll dagskrá Smárans(námskeið og tímasetningar) munu því færast yfir í Fagralund, sjá sportabler.com/shop/breidablik. Nema karate, matur og gæsla, það verður ekki í boði í Fagralundi líkt og áður.

Fagrilundur
Fagrilundur
Námskeið
7. – 10. júní (4)13. – 16. júní (4)20. – 24. júní 27. júní – 1. júlí4. – 7. júlí (4)11. – 15. júlí18. – 22. júlí
25. – 29. júlí
2. – 5. ágúst (4)
Ævintýra
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Klukkan:
9-12
13-16
Körfubolta
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
9-12
ATHUGIÐ, annar tími en vanalega í Fagralundi.
FótboltaKlukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16
Klukkan:
13-16

Sundnámskeiðin:

Sunddeild Breiðabliks býður upp á sinn víðfræga Sundskóla Breiðabliks í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki í laug. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa.

Sundnámskeiðin fara fram í Kópavogs- og Salalaug.
blikarsumarsund@gmail.com

Rafíþróttanámskeiðin:

Rafíþróttadeild Breiðabliks í samstarfi við Arena býður upp á sumarnámskeið í flottustu rafíþróttaaðstöðu landsins. Námskeiðin eru kennd af þaulreyndum þjálfurum í rafíþróttum.

Hvert námskeið er 3 klst á dag í eina vika. Hægt að velja fyrir og/eða eftir hádegi.

Fyrri helmingur hvers dags fer í æfingar, svo er nesti og í lokin verða þrautir/keppnir. Á fimmtudögum verða skemmtileg mót og pizzaveisla. Á föstudögum fá svo allir viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Hámark 80 iðkendur í hverju námskeiði – 6 leiðbeinendur hverju sinni.

Yfirþjálfari Breiðabliks og ARENA er Þórir Viðarsson (thorir@arenagaming.is)

Innifalið í verði: Tveggja tíma kort í Arena sem virkar hvenær sem er og eins vikna prufa á haustönn rafíþróttadeildar Breiðabliks.

Rafíþróttanámskeiðin fara fram í Arena(Smáratorgi).

Aðrar upplýsingar um námskeiðin:

Gert er ráð fyrir að börnin taki með sér hollt nesti en það er einn nestistími á hverju námskeiði.

BANNAÐ er að koma með hnetur í nesti þar sem iðkendur á námskeiðunum eru með bráðaofnæmi fyrir hnetum.

Foreldrum/forráðamönnum barna með sérþarfir býðst að sækja um stuðning fyrir börn sín á almenn sumarnámskeið og hvetjum við foreldra til að nýta sér það. Hér er linkur sem hægt er að sækja um stuðning: https://sumar.kopavogur.is/hrafninn-trod/serst-sumarst/

Félagið áskilur sér rétt til að sameina námskeið eða færa þau milli staða ef ekki næst lágmarks þátttaka. Félagið áskilur sér rétt til að loka fyrir skráningu á námskeið ef hámarksfjölda er náð, hámarksfjöldi er mismunandi eftir námskeiðum.

Félagið áskilur sér rétt til að breyta dagskránni (t.d. vegna veðurs eða mætingar á námskeiðið). Börnin eru beðin um að koma í íþróttafötum og helst í íþróttaskóm og klædd eftir veðri ef útivera er á dagkrá!

Ekki er heimilt að breyta um námskeið eftir að vikan sem námskeiðið lendir á er hafin.

Námskeið fást ekki endurgreidd.

Allar spurningar varðandi greiðslur og skráningar skulu sendar á innheimta@breidablik.is

Allar aðrar spurningar varðandi námskeiðin skulu sendar á sumarnamskeid@breidablik.is

Hægt er að hafa samband við Gabríel, yfirmann sumarnámskeiða, í síma 6647079.