Virkni og Vellíðan er heilsueflandi verkefni fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi.

Opnum íþróttamiðstvöðvar bæjarins fyrir elstu kynslóðinni!
Innan íþróttafélaganna í bænum, Breiðabliki, HK og Gerplu, er frábær aðstaða sem og menntað fagfólk.

Þátttakendur í verkefninu Virkni og vellíðan fá tækifæri á að stunda hreyfingu í því félagi sem stendur næst heimili þeirra í Kópavogi.

Í boði verða þrjár æfingar í viku.
Æfingar sem eru blanda af styrktar, þol, liðleika og jafnvægisæfingum og svo er boðið upp á eina valæfingu þar sem fjölbreytt hreyfiúrræði eru kynnt fyrir þátttakendum svo sem eins og TaiChi, Quigong, Zumba, Yoga og fleira.

Vertu með í Virkni og vellíðan í Kópavogi!