Meistaramót Íslands í fjölþrautum var haldið í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal helgina 10.-11. febrúar og átti Breiðablik fimm þátttakendur á mótinu.

Sannkallaður hrútaslagur var þegar keppni í sjöþraut karla byrjaði um helgina. Mikið var tekist á og sýndist sitt hverjum meðan leikar stóðu sem hæðst. Á endanum var það annálaður baráttu jaxl sem sigraði. Það var hann Ingi Rúnar sem fór með sigur af hólmi og sigraði sjöþraut karla með 5294 stig, 80 stigum frá næsta manni.
Ari Sigþór Eiríksson hafnaði í fjórðasæti með 4799 stig og Bjarki Rósantsson í sjöunda sæti með 3720 stig.

Hart var barist í fimmtarþraut 16-17 ára stúlkna. Eftir dramatíska keppni sigraði Katla Rut Róbertsdóttir og landaði hún Íslandsmeistaratitli með 3001 stigi sem er hennar besti árangur 101 stigi frá öðru sæti. Katla Rut hefur verið að bæta árangur sinn undanfarið og er vel að tittlinum komin.

Íslandsmeistarinn Katla Rut Róbertsdóttir

 

Í flokki 18-19 ára pilta í sjöþraut hafnaði Ægir Örn í 1. sæti með 4071 stig. Ægir Örn var með persónulegar bætingar í fimm af sjö greinum sem segir okkur að hann er á fleygi ferð og á eftir að gera mun betur í næstu mótum.

 

Ægir Örn

 

Öll úrslit mótsins má skoða nánar hér