Entries by

Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins

Stelpurnar keppa við Val í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn 27.ágúst kl.16. Leikurinn er spilaður á Laugardalsvelli og verður boðið upp á rútur á völlinn. Fyrir leikinn ætlum við að halda fjölskylduhátíð í Fífunni og búa til góða stemningu fyrir leikinn! Hátíðin verður milli kl.13-15 og verður boðið upp á Domino’s pizzur og drykki. Í Fífunni […]

Lemon semur við knattspyrnudeild Breiðabliks

Nýverið undirrituðu veitingastaðurinn Lemon og knattspyrnudeild Breiðabliks undir styrktarsamning og verður fyrirtækið því eitt af bakhjörlum deildarinnar. Þar með verður Breiðablik sömuleiðis hluti af Team Lemon en hópurinn samanstendur af íþróttafólki sem Lemon styrkir. Við erum sannarlega þakklát fyrir samstarfið enda miklir aðdáendur staðarins! Á myndinni sjást Unnur Guðríður Indriðadóttir, markaðsstjóri Lemon, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri […]

Björgvin Smári nýr fjármálastjóri Breiðabliks

Björgvin Smári Kristjánsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Breiðabliks og tekur hann við starfinu af Hrafnhildi Gísladóttur sem lét af störfum að eigin ósk. Björgvin Smári er 34 ára gamall fjölskyldumaður sem æfði m.a. knattspyrnu með Breiðabliki á yngri árum. Björgvin Smári lauk B.SC. í viðskiptafræði frá HR árið 2010, M.SC. í fjármálum fyrirtækja frá HR […]

Domino’s endurnýjar samninga við Breiðablik

Domino’s  hefur endurnýjað samninga við Breiðablik til næstu tveggja ára. Við höfum átt í farsælu sambandi með þeim undanfarin ár og hlökkum til að halda því áfram. Takk fyrir að vera í okkar liði Domino’s!   Á myndinni eru Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino’s og Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks.

17.júní í Fífunni

Haldið verður upp á 17. júní á fimm stöðum í Kópavogi í ár, við Menningarhúsin, Fífuna, í Fagralundi, við Salalaug og Kórinn. Vegleg skemmtidagskrá er á öllum stöðum, leiktæki, hoppukastalar, andlitsmálning og sölubásar. Hátíðarsvæðin eru opin frá 12.00 til 17.00. Frítt í öll leiktæki. Dagskrá við Fífuna: 10:00-10:30 17. júní hlaup Breiðabliks á Kópavogsvelli í […]

Knattspyrnudeild Breiðabliks og Dekkjahúsið framlengja samstarf

Dekkjahúsið og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa framlengt samstarfsmanning sinn til næstu þriggja ára. Dekkjahúsið hefur til fjölda ára verið dyggur stuðningsaðili knattspyrnudeildarinnar. Í ljósi áframhaldandi samstarfs ætlar Dekkjahúsið að bjóða Blikum 15% afslátt af hjólbarðaþjónustu gegn framvísun Blikaklúbbskorta, árskorta eða með því að sýna í Sportabler að forráðamaður eigi iðkanda í Breiðabliki. Dekkjahúsið er staðsett að […]

MótX nýr samstarfsaðili knattspyrnudeildar Breiðabliks

Nú á dögunum skrifaði knattspyrnudeild Breiðabliks undir samstarfssamning við MótX til næstu 3 ára. Við erum sannarlega þakklát MótX að bætast í hóp samstarfsaðila okkar og hlökkum til að vinna með þeim á komandi árum. Á myndinni eru Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, og Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri MótX.  

Vorhátíð Breiðabliks

Breiðablik býður öllum iðkendum og aðstandendum á vorhátíð í Fífunni laugardaginn 7.maí milli kl.11-13. Dagskrá: Kynning á nýju stefnumótunarverkefni félagsins, Kyndlinum Grillaðar pylsur Hoppukastalar

Breiðablik semur við Íslenska Gámafélagið

Á dögunum skrifaði aðalstjórn Breiðabliks undir þriggja ára samstarfssamning við Íslenska Gámafélagið. Íslenska Gámafélagið mun koma til með að aðstoða Breiðablik við að setja sér markmið í að bæta sorphirðu og flokkun í höfuðstöðvum félagsins. Tímabær og mikilvæg breyting í takt við breyttar áherslur. ,,Félagið er gríðarlega spennt fyrir samstarfi við Íslenska Gámafélagið og hlökkum […]