Eins og öllum ætti að vera kunnugt um tóku í gildi á miðnætti hertar sóttvarnaraðgerðir sem munu vara a.m.k. til 17. nóvember næstkomandi.

Sjá nánar með því að smella hér.

Það er því ljóst að baráttan við veiruna skæðu mun vara eitthvað lengur og þurfum við öll sem eitt að sýna áfram þolinmæði í því verkefni og huga vel að okkar eigin sóttvörnum og hlýða fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda í hvívetna.

Áfram munu deildir Breiðabliks þjónusta sína iðkendur með heimaæfingum og fleiru skemmtilegu efni og er ætlunin að auka þá þjónustu enn frekar sem verður nánar kynnt eftir helgi.

Verum góð við hvort annað, sýnum tillitssemi og samstöðu og þá komumst við í gegnum þennan storm saman.

Munið að alltaf er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið breidablik@breidablik.is ef þið þurfið ráð, aðstoð eða eitthvað annað er snýr að starfinu hjá félaginu.

Áfram Breiðablik