Sigmar Ingi Sigurðarson hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks en það er nýtt starf innan félagsins. Með ráðningu Sigmars Inga má segja að að aðalstjórn sé búinn að fullmanna nýtt skipurit félagsins sem miðar að því að efla skrifstofu félagsins og auka stuðning aðalstjórnar við hinar fjölmörgu deildir sem starfræktar eru innan Breiðabliks.
Sigmar Ingi er 35 ára gamall, lögfræðingur að mennt ásamt því að hafa lokið MBA námi í íþróttastjórnun. Sigmar Ingi hefur strax störf og býður Breiðablik Sigmar Inga velkominn til starfa og væntir mikils af störfum hans.