Í dag, laugardaginn 14.apríl, fór fram Íslandsmeistaramót barna í kata. Mótið fór fram í Smáranum í umsjón karatedeildar Breiðabliks. Breiðablik sá um uppsetningu og umgjörð mótsins sem tókst mjög vel, keppt var á 4 völlum og um 160 krakkar tóku þátt.
Breiðablik sendi flotta krakka til að keppa í dag og stóðu þau sig öll mjög vel. Við fengum 1 Íslandsmeistaratitil þegar Gabriela Ora Gutraiman sigraði í kata 9 ára stúlkna. Auk hennar fékk Óðinn Gabríel Erlendsson brons í kata 9 ára krakka.
Hér fyrir neðan má sjá þau með verðlaun sín og myndir af hópnum okkar undirbúa sig með liðsstjórum okkar.