Í dag, sunnudaginn 15.apríl, fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata. Mótið fór fram í Smáranum í umsjón karatedeildar Breiðabliks. Breiðablik sá um uppsetningu og umgjörð mótsins sem tókst mjög vel, keppt var á 3 völlum og um 100 krakkar frá 9 félögum tóku þátt.

Breiðablik sendi flotta krakka til að keppa í dag og stóðu þau sig öll mjög vel.  Uppskera okkar voru 8 verðlaun, 3 gull, 2 silfur og 3 brons, auk þess að lenda í 2.sæti í heildarstigakeppni félaga, flottur árangur hjá frábærum unglingum.

Bestum árangri í dag náðu þeir félagarnir Tómas Pálmar Tómasson og Tómas Aron Gíslason sem urðu báðir tvöfaldir Íslandsmeistarar.  Tómas Pálmar vann flokk 14 ár pilta eftir að hann hafi mætt liðsfélaga sínum, Bjarna Hrafnkelssyni í úrslitum, báðir sýndu frábærar kata og mikinn styrk enda fóru þeir að sýna 4 mismunandi kata. Tómas Aron vann svo flokk 15 ára pilta nokkuð örugglega, vann sínar viðureignir 5-0 og 4-1. Tómas Pálmar, Tómas Aron og Bjarni unnu svo Hópkata 14-15 ára unglinga öruggleg, unnu báðar sínar viðureignir 5-0. Mjög góður dagur hjá þessum frábæru ungu mönnum.

Auk þeirra þá átti Breiðablik nokkra keppendur sem voru að berjast um verðlaunasæti. Þeir Samúel Týr og Róbert Dennis fengu svo brons í flokki 13 ára pilta og svo brons í hópakata 12-13 ára með Skarphéðni Nóa. Móey María fékk svo silfur í kata stúlkna 16-17 ára eftir að hafa framkvæmd frábæra kata. Guðjón Daníel, Salka, Thelma Margrét, Skarphéðinn Nói og Elís Trausti urðu að bíða lægri hlut í viðureignum sínum um 3ja sætið í sínum flokkum og því varð 5.sætið þeirra.

Þegar búið var að telja heildarstig saman, þá endaði Breiðablik í öðru sæti með 20 stig sem er góður árangur, en þess má geta að við höfum sigrað heildarkeppnina síðustu 9 ár sem er einstakur árangur. Við komum bara sterkari að ári og tökum heildarkeppnina aftur.

Helstu úrslit dagsins:
Hópkata 12-13 ára
3.sæti: Róbert Dennis Solomon, Samúel Týr Sigþórsson McClure, Skarphéðinn Nói Helgason
5.sæti: Baldur Finnsson, Salka Finnsdóttir, Thelma Margrét Sigurðardóttir

Hópkata 14-15 ára
1.sæti: Bjarni Hrafnkelsson, Tómas Pálmar Tómasson, Tómas Aron Gíslason

Kata 12 ára pilta
5.sæti: Guðjón Daníel Bjarnason

Kata 12 ára stúlkna
5.sæti: Salka Finnsdóttir

Kata 13 ára stúlkna
5.sæti: Thelma Margrét Sigurðardóttir

Kata 13 ára pilta
3.sæti: Róbert Dennis Solomon,
3.sæti: Samúel Týr Sigþórsson McClure
5.sæti: Skarphéðinn Nói Helgason

Kata 14 ára pilta
1.sæti: Tómas Pálmar Tómasson
2.sæti: Bjarni Hrafnkelsson

Kata 15 ára pilta
1.sæti: Tómas Aron Gíslason

Kata 15-16 ára pilta
5.sæti Elís Þór Traustason

Kata 16-17 ára stúlkna
2.sæti Móey María Sigþórsdóttir McClure

Hér fyrir neðan má sjá Íslandsmeistarana okkar, Tómas Pálmar, Bjarna og Tómas Aron. Auk þess  verðlaunahafa okkar ásamt liðsstjórum.