Breiðablik hefur gengið frá ráðningu Margrétar Sturlaugsdóttir sem þjálfara meistaraflokks kvenna fyrir komandi átök í Domino´s deildinni.
Tekur hún við af Hildi Sigurðardóttur sem stýrði liðinu á síðasta tímabili. Ásamt því að stýra meistaraflokknum mun Margrét halda áfram sem þjálfari yngri flokka hjá félaginu.
Margrét er þrautreyndur þjálfari með mikla reynslu af þjálfun síðan 1989. Einnig er Margrét fyrst kvenna á íslandi til að komast inn í þjálfaranám FECC hjá FIBA og klárar það á næsta ári.
Breiðablik fagnar því að fá jafn reyndan þjálfara og Margréti til liðs við félagið og bjóðum við hana velkomna til starfa.