ÍM50 hófst í Laugardalnum í morgun með undanrásum. Okkar sundfólk stóð sig vel í dag og mörg náðu inn í úrslit sem voru synt seinnipartinn. Einnig fór fram 4x100m fjór blandað í morgun þar sem A-sveit Breiðabliks vann og varð Íslandsmeistari. Sveitina skipuðu Brynjólfur Óli, Huginn, Bryndís og Kristín Helga. B-sveitin náði þriðja besta tímanum en því miður fengum við á okkur ógildingu.
Úrslit fóru seinni partinn í dag þar sem 8 bestu sundmenn úr undanrásum syntu og var árangur sem hér segir:
50m skriðsund kvenna: Guðný Birna varð 4. og Kristín Helga 5., báðar bættu sinn besta árangur.
50m skriðsund karla: Davíð Fannar bætti sinn besta árangur og náði 3. sæti.
400m skriðsundi kvenna: Bryndís varð 2. og Ragna Sigríður í 3. sæti með stórbætingu á sínum tíma. Regína varð 7. og Kristín Helga 8. aðeins frá sínum tímum
400m skriðsund karla: Patrik Viggó varð Íslandsmeistari á góðri bætinu og Huginn Hilmarsson varð annar. Kristófer og Óskar bættu sig og urðu í 4. og 5. sæti og Róbert Andri í því 8.
100m bringusund karla: Blíkastrákarnir Óskar Gauti, Hallgrímur og Kristján urðu í 4., 5. og 6. sæti.
200m baksund kvenna: Guðný Birna náði 4. sæti aðeins frá sínum besta tíma
200m baksund karla: Brynjólfur Óli var Íslandsmeistari og synti undir YOG lágmarki. Patrik Viggó bætti sinn tíma og náði 2. sæti.
100m flugsund: Bryndís Bolladóttir fékk bronsið og bætti tímann sinn.
100m flugsund karla: Róbert Andri varð í 8. sæti.
4x200m skriðsund kvenna: Æsispennandi sund en okkur konur gerður sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar á glæsilegum tíma. Sveitina skipuðu Bryndís, Kristín Helga, Ragna Sigríður og Guðný Birna.
4x200m skriðsund karla: Þetta sund var æsispenandi en A-sveit Breðabliks varð önnur en hana skipuðu Patrik, Brynjólfur Óli, Huginn og Davíð Fannar. B-sveitin náði 4. sæti í sama sundi.
Hrikalega vel gert hjá okkar sundfólki og við munum halda áfram á sömu braut alla helgina.