JJ-mót Ármanns í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvelli í gær. Þar náði Birna Kristín lágmarki í langstökki fyrir EM U18. Hún bætti sinn persónulega árangur með stökki uppá 5,81m en lágmarkið er 5,80m til þess að komast á Smáþjóðameistaramótið sem fram fer í Liechtenstein í byrjun júní.
Irma Gunnarsdóttir sigraði í langstökkinu með bætingu á sínu Pb (personal best) en hún stökk 5,92m.
Góð þátttaka var hjá okkar fólki á mótinu sem var að skila mjög góðum árangri sem segir okkur að Blikar eru að koma sterkir inn í komandi keppnistímabil.
Hér að neðan er samantekt af árangri okkar iðkenda frá mótinu
2 13,77 Kristján Viktor Kristinsson Kúluvarpi
2 6,33 Arnór Gunnarsson Langstökk karla
2 4,92 Markús Birgisson Langstökki pilta
3 12,74 Birna Kristín Kristjánsdóttir 100m hlaup kvenna
2 43,40Sp Irma Gunnarsdóttir Spjótkast kvenna
5 14,53 Sigríður Lára Ingibjörnsdóttir 100 metra hlaup Stúlkna
6 14,81Pb Eva Mítra Derayat 100 metra hlaup Stúlkna
2 11,53 Juan Ramon 100m hlaup karla
2 12,58 Irma Gunnarsdóttir Kúluvarp kvenna
1 23,02 Guðjón Dunbar Spjótkast pilta
4 47,94 Reynir Zoëga Spjótkast karla
2 2:31,76 Sara Mjöll Smáradóttir 800m hlaup kvenna
2 60,56 Sara Hlín Jóhannsdóttir 400m hlaup kvenna
3 66,47 Kolfinna Ýr Karelsdóttir 400m hlaup kvenna
1 5,92Pb Irma Gunnarsdóttir Langstökk Kvenna
2 5,81Pb Birna Kristín Kristjánsdóttir Langstökk Kvenna
5 5,16 Agla María Kristjánsdóttir Langstökk Kvenna