Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Skrifað var undir samning þess efnis laugardaginn 14. júlí en þá varð Gulli 43 ára gamall. Þessi ótrúlegi markvörður hefur spilað 434 leiki með meistaraflokki, þar af 202 fyrir Breiðablik.
Gunnleifur spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 1994 og hefur því verið að nánast stanslaust í 24 ár. Hann gekk til liðs við okkur Blika árið 2013 og hefur verið lykilmaður í meistaraflokknum frá þeim tíma. Gulli hefur fyrir löngu sannað að aldur er bara hugtak og að hann er frábær fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk á öllum aldri!
Breiðablik er þakklátt fyrir framlag Gulla til félagsins og mikil ánægja ríkir með að halda honum í amk eitt ár í viðbót.