Metfjöldi kylfinga tók þátt í 13. golfmóti knattspyrnudeildar, Breiðablik OPEN, sem fram fór á Selsvelli við Flúðir s.l. föstudag. Uppselt var í mótið og þurftu nokkrir kylfingar frá að hverfa.
Veðurguðirnir voru í banastuði eins og fyrri daginn, 14°C hiti og hægviðri ef undan er skilinn fyrirsjánalegur en hagli blandinn síðdegisskúr sem var jafn ákafur og hann staldraði stutt við. Bleytti vel í þeim sem ekki voru með regnvarnirnar á hreinu en allir komu þurrir í hús. Sem sagt frábært veður, eins og lofað var.
En kylfingar voru ekki bara margir heldur voru margir þeirra líka í banastuði og með stórbrotin tilþrif. Sem dæmi má nefna að litlu munaði að það kæmi hola í höggi á 11. braut, eins og sjá má hér fyrir neðan.
Þegar leik var lokið og gengið hafði verið frá skorkortum hófst svo mikil Pizza veisla og var þar handagangur í öskjunni þegar 80 svangir kylfingar hesthúsuðu á 4. tug vel útilátinna og gómsætra Pizza sem bakaðar voru á staðnum. Því næst var hefðbundin verðlaunaafhending og loks var dregið úr fjölda skorkorta um fjölmarga glæsilega vinninga.
Úrslit voru sem hér segir:
Punktakeppni karla:
1.sæti Bjartmar Birnir
2.sæti Gunnar Gylfason
3.sæti Björn Bergsteinn Guðmundsson
Punktakeppni kvenna:
1.sæti Hólmfríður Sigmarsdóttir
2.sæti Hlíf Erlingsdóttir
3.sæti Jórunn Lilja Andrésdóttir
Höggleikur karla:
1.sæti Sigmundur Einar Másson
2.sæti Kristján Óli Sigurðsson
3.sæti Elías Kristjánsson
Höggleikur kvenna:
1.sæti Ingibjörg Hinriksdóttir
2.sæti Hólmfríður Hilmarsdóttir
3.sæti Elín Jóhannesdóttir
Lengstu teighögg á 18. Braut:
Rúnar Örn Grétarsson
Hólmfriður Hilmarsdóttir
Nándarverðlaun :
2. Magnús Jónsson 240 cm
5. Hannes Björnsson 610 cm
9. Kristján Óli Sigurðsson 173 cm
11. Arnaldur Ingvaldsson 7 cm
14. Elías Kristjánsson 322 cm
Mótsstjórn þakkar þátttakendum fyrir frábæran dag, veðurguðunum fyrir sitt framlag og staðarhöldurum að Efra Seli fyrir góðar móttökur sem endranær en þess má geta að mótið hefur verið haldið þar eystra undanfarin 12 ár.
Eftirtaldir aðilar veittu ómetanlegan stuðning við framkvæmd mótsins og eru þeim einnig færðar bestu þakkir.
ÁG
Málning h.f
Icelandair
ORKAN / Skeljungur
BYKO
JAKO
PLT- leikandi lausnir
Aðalstjórn Breiðabliks
Samhentir
GKG
Vörður
Tengi
Ölgerðin
Nói Siríus
Bananar
Áfram Breiðablik !